Print Options:








Kjúklingur í satay sósu

Magn1 skammtur

Girnilegur grillaður kjúklingur í hnetusósu.

 700 g kjúklingalundir frá Rose Poultry
 1 tsk sojasósa frá Blue dragon
 2 hvítlauksrif
 200 ml (1/2 dós) kókosmjólk frá Blue Dragon
 1/2 tsk cumin
 1/2 tsk kóríanderkrydd
 1/4 tsk engifer
Satay sósa
 3 kúfaðar skeiðar hnetusmjör
 1 msk sojasósa frá Blue dragon
 1/2 tsk chiliflögur
 1 msk fiskisósa (fish sauce) frá Blue dragon
 200 ml (1/2 dós) kókosmjólk frá Blue dragon
 1 msk ljós púðursykur
 1/2 tsk kóríanderkrydd
 safi úr 1 limónu
 Setjið öll hráefnin fyrir sósuna í pott, að límónusafanum frátöldum. Hitið við vægan hita og látið ekki sjóða. Hrærið í sósunni með tréspaða þar til hún hefur þykknað. Takið af hitanum og bætið límónusafanum út í og hrærið vel.
Meðlæti
 salthnetur, muldar
 rautt chilí
 ferskt kóríander
 grillpinnar (lagðir í bleyti)
1

Skerið kjúklinginn í tvennt og látið öll hráefnin fyrir mareneringuna saman í skál og nuddið vel í kjúklinginn. Marinerið í 30 mínútur eða meira.

2

Þræðið kjúklinginn upp á grillpinna og grillið þar til þeir eru eldaðir í gegn.

3

Setjið á bakka og látið muldar salthnetur, saxað chilí og kóríander yfir kjúklinginn.

4

Hitið satay sósuna lítillega og berið fram með kjúklinginum. Það er einnig hægt að pensla kjúklinginn með sataysósunni áður en meðlætið er sett yfir hann.

Nutrition Facts

Serving Size 2-3