Print Options:








Kjúklingur í satay með hrísgrjónum og naan brauði

Magn1 skammtur

Gratíneraður satay kjúklingur sem leikur við bragðlaukana.

 900 gr. Rose Poultry kjúklingabringur
 1 msk Filippo Berio olía til steikingar
 2 tsk Oscar kjúklingakraftur
 Salt og pipar
 1 Krukka Satay sósa frá Blue Dragon
 1 dl Sweet Chilli sósa frá Blue Dragon
 1 dl gróft muldar kasjúhnetur
 3 stk Lime
 ½ gúrka
 1 poki rifin mozarella ostur
 Graslaukur eða púrrulaukur (má sleppa)
Meðlæti:
 3 pokar Tilda Basmati hrísgrjón. (Gott að hræra saman við þau 1 tsk hænsnakraft og smjör útí þau þegar þau eru tilbúin)
 1 pakki Patak´s Naan brauð
1

Hitið ofnin í 200 gráður.

2

Skerið kjúklingabringurnar niður í smá bita.

3

Hitið pönnu með Filippo Berio olíu. Á miðlungs hita lokið kjúklingingnum og kryddið með salt, pipar og hænsnakrafti.

4

Setjið krukku af Blue Dragon Satay sósu útá pönnuna ásamt Blue Dragon Sweet Chilli sósu og hrærið vel saman.

5

Hellið kjúklingnum ofan í eldfast mót, stráið osti yfir og setjið inní ofn í 20 mínútur.

6

Á meðan sjóðið grjónin samkvæmt leiðbeiningum (12 mínútur)

7

Skerið niður gúrku, graslauk og lime.

8

Setjið naan brauðið á bökunarpappír á ofnplötu og stráið osti yfir, það fer svo með kjúklingnum inní ofn í 2-4 mín rétt í lokin.

9

Þegar rétturinn er tibúin, stáið þá kasjúhnetum og graslauk yfir. (má sleppa).

10

Berið fram með grjónum, grúrku og lime. Mæli með kreysta lime yfir réttinn þegar hann er komin á diskana.