fbpx

Kjúklingur í rauðri kókoskarrýsósu

Mildur og bragðgóður asískur réttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 00 g Rose Poultry kjúklingalæri (fást sem frystivara í matvöruverslunum)
 1 msk kókosolía
 1 dl kókosmjöl
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 1 laukur, saxaður
 2 msk engifer, rifið
 1 hvítlauksrif, saxað
 1 rautt chilí, smátt söxað
 2 tsk börkur af sítrónu, fínrifinn
 1 msk sítrónusafi
 2 ½ dl Coconut milk frá Blue dragon
 3 dl vatn
 2 tsk Red curry paste frá Blue dragon
 1-2 tsk tómatmauk
 1-2 tsk ferskt kóríander, saxað (má sleppa)
 1 tsk sykur
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Þurristið kókosmjöl á pönnu, hrærið stöðugt í þar til það er orðið gullið að lit og farið að ilma. Takið af pönnunni og hellið í skál.

2

Skerið kjúklinginn í minni bita. Setjið 1 msk af kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Takið af pönnunni og geymið.

3

Blandið engifer, hvítlauk, chilli, lauk, sítrónuberki og sítrónusafa saman í skál. Setjið aðeins meira af olíu á pönnuna og léttsteikið.

4

Bætið kókosmjöli saman við ásamt paprikustrimlum og steikið í 4-5 mínútur til viðbótar.

5

Bætið því næst kókosmjólk, vatni, tómatmauki, kóríander og sykri saman við. Bætið við meira rauðu karrýmauki ef þið viljið hafa þetta bragðsterkara.

6

Látið malla í 15-20 mínútur.


Uppskrift frá Berglindi á Gulur, Rauður, Grænn og Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 00 g Rose Poultry kjúklingalæri (fást sem frystivara í matvöruverslunum)
 1 msk kókosolía
 1 dl kókosmjöl
 1 rauð paprika, skorin í strimla
 1 laukur, saxaður
 2 msk engifer, rifið
 1 hvítlauksrif, saxað
 1 rautt chilí, smátt söxað
 2 tsk börkur af sítrónu, fínrifinn
 1 msk sítrónusafi
 2 ½ dl Coconut milk frá Blue dragon
 3 dl vatn
 2 tsk Red curry paste frá Blue dragon
 1-2 tsk tómatmauk
 1-2 tsk ferskt kóríander, saxað (má sleppa)
 1 tsk sykur
 salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Þurristið kókosmjöl á pönnu, hrærið stöðugt í þar til það er orðið gullið að lit og farið að ilma. Takið af pönnunni og hellið í skál.

2

Skerið kjúklinginn í minni bita. Setjið 1 msk af kókosolíu á pönnu og steikið kjúklinginn. Takið af pönnunni og geymið.

3

Blandið engifer, hvítlauk, chilli, lauk, sítrónuberki og sítrónusafa saman í skál. Setjið aðeins meira af olíu á pönnuna og léttsteikið.

4

Bætið kókosmjöli saman við ásamt paprikustrimlum og steikið í 4-5 mínútur til viðbótar.

5

Bætið því næst kókosmjólk, vatni, tómatmauki, kóríander og sykri saman við. Bætið við meira rauðu karrýmauki ef þið viljið hafa þetta bragðsterkara.

6

Látið malla í 15-20 mínútur.

Kjúklingur í rauðri kókoskarrýsósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…