Kjúklingabringur með ferskum mozzarella og basilíku, vafðar inní parmaskinku og þaktar með panko- og parmesan hjúpi. Það getur bara ekki klikkað. Fullkominn matur til að gera vel við sig. Gott að bera fram með kartöflum, salati og ísköldu rósavíni. Nammi!

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar til helminga
Dreifið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír
Setjið tvö basilíkulaufblöð á hverja sneið og eina sneið af mozzarella. Kryddið með pipar eftir smekk
Vefjið parmaskinkunni utan um kjúklinginn
Blandið saman panko raspi, parmesan og smátt saxaðri steinselju í skál
Dreifið raspinum ofan á kjúklinginn og þrýstið aðeins ofan á
Dreifið vel af ólífuolíu yfir kjúklinginn og bakið í 20-30 mínútur við 180°C eða þar kjúklingurinn er bakaður í gegn
Berið fram með kartöflubátum og njótið í botn
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið kjúklingabringurnar til helminga
Dreifið kjúklingnum á bökunarplötu þakta bökunarpappír
Setjið tvö basilíkulaufblöð á hverja sneið og eina sneið af mozzarella. Kryddið með pipar eftir smekk
Vefjið parmaskinkunni utan um kjúklinginn
Blandið saman panko raspi, parmesan og smátt saxaðri steinselju í skál
Dreifið raspinum ofan á kjúklinginn og þrýstið aðeins ofan á
Dreifið vel af ólífuolíu yfir kjúklinginn og bakið í 20-30 mínútur við 180°C eða þar kjúklingurinn er bakaður í gegn
Berið fram með kartöflubátum og njótið í botn