fbpx

Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu

Fljótlegur og ljúffengur kjúklingaréttur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 4 Rose Poultry kjúklingabringur, skornar í strimla
 1 laukur, saxaður
 3 hvítlauksrif, söxuð
 1 dl kókosmjöl
 3 msk engifer, fínsaxað
 1 rautt chili, saxað (fræhreinsað ef þið viljið hafa minna sterkt)
 1 tsk kanill
 1 tsk cumin (ath. ekki sama og kúmen)
 1 tsk garam masala krydd
 100 g kasjúhnetur
 4 dl vatn
 1 dós kókosmjólk Blue Dragon
 1 dl kjúklingasoð (eða 1 dl soðið vatn og 1 kjúklingateningur)
 1 límóna
 ólífuolía
 salt og pipar
 Meðlæti (t.d. kóríander og hrísgrjón)

Leiðbeiningar

1

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og setjið lauk og hvítlauk út á pönnunna og steikið við meðalhita þar til laukurinn er orðinn gullinn.

2

Setjið kókosmjöl, engifer, chili, kanil, cumin, garam masala og helminginn af kasjúhnetunum út á pönnuna og steikið í 1 mínútu.

3

Setjið 4 dl af vatni og leyfið að malla í um 10 mínútur.

4

Setjið kókosmjólkina saman við og og blandið vel saman.

5

Setjið að lokum kjúklingakraftinn saman við sósuna og látið malla við vægan hita í 5-10 mínútur. Saltið og piprið.

6

Á meðan sósan mallar, steikið þá kjúklinginn á pönnu með 1 msk af olíu.

7

Setjið safa úr 1 límónu og kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í 1 mínútu eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

8

Bætið hinum helminginum af kasjúhnetunum saman við sósuna.

9

Berið fram með Basmati hrísgrjónum, söxuðu kóríander og límónubátum.


Uppskriftin er frá Berglindi á Gulur, rauður, grænn og salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 4 Rose Poultry kjúklingabringur, skornar í strimla
 1 laukur, saxaður
 3 hvítlauksrif, söxuð
 1 dl kókosmjöl
 3 msk engifer, fínsaxað
 1 rautt chili, saxað (fræhreinsað ef þið viljið hafa minna sterkt)
 1 tsk kanill
 1 tsk cumin (ath. ekki sama og kúmen)
 1 tsk garam masala krydd
 100 g kasjúhnetur
 4 dl vatn
 1 dós kókosmjólk Blue Dragon
 1 dl kjúklingasoð (eða 1 dl soðið vatn og 1 kjúklingateningur)
 1 límóna
 ólífuolía
 salt og pipar
 Meðlæti (t.d. kóríander og hrísgrjón)

Leiðbeiningar

1

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og setjið lauk og hvítlauk út á pönnunna og steikið við meðalhita þar til laukurinn er orðinn gullinn.

2

Setjið kókosmjöl, engifer, chili, kanil, cumin, garam masala og helminginn af kasjúhnetunum út á pönnuna og steikið í 1 mínútu.

3

Setjið 4 dl af vatni og leyfið að malla í um 10 mínútur.

4

Setjið kókosmjólkina saman við og og blandið vel saman.

5

Setjið að lokum kjúklingakraftinn saman við sósuna og látið malla við vægan hita í 5-10 mínútur. Saltið og piprið.

6

Á meðan sósan mallar, steikið þá kjúklinginn á pönnu með 1 msk af olíu.

7

Setjið safa úr 1 límónu og kjúklinginn út í sósuna og leyfið að malla í 1 mínútu eða þar til kjúklingurinn er fulleldaður.

8

Bætið hinum helminginum af kasjúhnetunum saman við sósuna.

9

Berið fram með Basmati hrísgrjónum, söxuðu kóríander og límónubátum.

Kjúklingur í ljúfri kókos- og kasjúhnetusósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…