Kjúklingur í kasjúhnetusósu. Þessi réttur fær fullt hús stiga.
Hrærið öllum hráefnunum fyrir sósuna saman.
Ristið hneturnar á þurri pönnu og hrærið reglulega svo þær brenni ekki. Takið af pönnunni og geymið.
Skerið laukinn í skífur, saxið paprikuna og skerið brokkolíið í bita.
Skerið kjúklingabringurnar í litla bita og setjið á pönnuna ásamt smá olíu og steikið í nokkrar mínútur eða þar til kjúklingurinn hefur brúnast.
Bætið grænmetinu þá saman við og steikið áfram. Bætið hnetunum saman við og að lokum sósunni og látið aðeins malla við vægan hita.
Bætið við chilíkryddi ef áhugi er á því.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4