fbpx

Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumús

Ótrúlega girnilegur satay kjúklingur.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingur (ég notaði úrbeinuð læri frá Rose Poultry), skorinn í bita
 smjör eða olía til steikingar
 1 dós satay sósa (440 g) Blue Dragon
 1 stór rauð paprika, skorin í bita
 1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt
 100 g ferskt spínat
 150 g fetaostur í olíu
 ca. 1 dl salthnetur, grófsaxaðar
Sætkartöflumús
 ca. 800 g sætar kartöflur
 3 msk smjör
 salt & pipar
 chili flögur

Leiðbeiningar

1

Laukur og paprika steikt á pönnu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er kjúklingnum bætt út á pönnuna og hann steiktur þar til bitarnir hafa brúnast. Því næst er sósunni bætt út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Þá er spínatinu hrært út í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Áður en rétturinn er borinn fram er fetaosti (án olíunnar) og salthnetum dreift yfir. Borið fram með sætkartöflumús.

2

Sætu kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Bitarnir eru því næst soðnir í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Þá eru þær stappaðar saman við smjör og krydd í potti við lágan hita.

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingur (ég notaði úrbeinuð læri frá Rose Poultry), skorinn í bita
 smjör eða olía til steikingar
 1 dós satay sósa (440 g) Blue Dragon
 1 stór rauð paprika, skorin í bita
 1 meðalstór rauðlaukur, saxaður smátt
 100 g ferskt spínat
 150 g fetaostur í olíu
 ca. 1 dl salthnetur, grófsaxaðar
Sætkartöflumús
 ca. 800 g sætar kartöflur
 3 msk smjör
 salt & pipar
 chili flögur

Leiðbeiningar

1

Laukur og paprika steikt á pönnu þar til laukurinn er orðin mjúkur. Þá er kjúklingnum bætt út á pönnuna og hann steiktur þar til bitarnir hafa brúnast. Því næst er sósunni bætt út á pönnuna og látið malla í 15 mínútur. Þá er spínatinu hrært út í og látið malla í 5 mínútur til viðbótar. Áður en rétturinn er borinn fram er fetaosti (án olíunnar) og salthnetum dreift yfir. Borið fram með sætkartöflumús.

2

Sætu kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita. Bitarnir eru því næst soðnir í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru soðnar í gegn. Þá eru þær stappaðar saman við smjör og krydd í potti við lágan hita.

Kjúklingur í satay sósu með sætkartöflumús

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…