fbpx

Kjúklingur í cashew

Draumaréttur á aðeins 15 mínútum!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 litlir rauðlaukar, skornir í fernt
 500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
 3 msk olía til steikingar
 80 g kasjúhnetur
 3 stór hvítlauksrif, pressuð
Sósa
 2 tsk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue Dragon
 2 msk teriyakisósa, t.d. Teriyaki sauce frá Blue Dragon
 2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue Dragon
 2 msk púðursykur
 2 msk vatn

Leiðbeiningar

1

Blandið öllum hráefnum saman í sósunni og geymið.

2

Skerið kjúklingalundirnar í þunnar sneiðar langsum.

3

Setjið olíu á pönnu og ristið kasjúhneturnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim á meðan. Takið þær af pönnunni, en skiljið olíuna eftir. Þerrið hneturnar og takið til hliðar.

4

Steikið því næst lauk og hvítlauk. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 5 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og farinn að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni á meðan steikingunni stendur.

5

Hellið sósunni og kasjúhnetunum saman við og takið af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og skreytið að vild t.d. með kóríander eða vorlauk.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 litlir rauðlaukar, skornir í fernt
 500 g kjúklingalundir, t.d. frá Rose Poultry
 3 msk olía til steikingar
 80 g kasjúhnetur
 3 stór hvítlauksrif, pressuð
Sósa
 2 tsk soyasósa, t.d. Soy sauce frá Blue Dragon
 2 msk teriyakisósa, t.d. Teriyaki sauce frá Blue Dragon
 2 msk fiskisósa, t.d. fish sauce frá Blue Dragon
 2 msk púðursykur
 2 msk vatn

Leiðbeiningar

1

Blandið öllum hráefnum saman í sósunni og geymið.

2

Skerið kjúklingalundirnar í þunnar sneiðar langsum.

3

Setjið olíu á pönnu og ristið kasjúhneturnar þar til þær eru farnar að brúnast. Hrærið reglulega í þeim á meðan. Takið þær af pönnunni, en skiljið olíuna eftir. Þerrið hneturnar og takið til hliðar.

4

Steikið því næst lauk og hvítlauk. Bætið kjúklinginum saman við og steikið í um 5 mínútur eða þar til hann er fulleldaður og farinn að brúnast. Hrærið reglulega í blöndunni á meðan steikingunni stendur.

5

Hellið sósunni og kasjúhnetunum saman við og takið af hitanum. Berið fram með hrísgrjónum eða núðlum og skreytið að vild t.d. með kóríander eða vorlauk.

Kjúklingur í cashew

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…