fbpx

Kjúklingur í brúnni sósu og kartöflumús

Hér er á ferðinni ekta vetrarmatur. Kartöflumús og brún sósa er eitthvað sem flestir elska og þessi réttur er dásamlega ljúffengur!

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 stk Rose Poultry kjúklingalundir (700g)
 ½ stk laukur
 350 g sveppir (blandaðir)
 3 stk hvítlauksrif
 2 msk ferskt timian (saxað)
 2 msk Oscar fljótandi nautakraftur
 200 ml rjómi
 4 msk Maizenamjöl
 salt, pipar og hvítlauksduft
Kartöflumús
 1 kg kartöflur
 40 g smjör
 2 msk sykur
 1 tsk salt
 150 ml nýmjólk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að steikja lundirnar upp úr ólífuolíu og krydda eftir smekk. Brúnið vel á öllum hliðum og færið yfir á disk.

2

Skerið lauk og sveppi niður, steikið á sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli), bætið ólífuolíu við eftir smekk og kryddið vel, eldið við meðalháan hita þar til sveppir og laukur mýkist.

3

Rífið þá hvítlauksrifin og setjið þau ásamt timian saman við og steikið stutta stund til viðbótar.

4

Næst má hella vatni, krafti og rjóma á pönnuna og ná upp suðunni að nýju, þykkja eftir smekk með maizenamjöli og lækka hitann síðan alveg niður og leyfa að malla í um 10 mínútur, kryddið meira ef þurfa þykir.

5

Berið fram með kartöflumús!

Kartöflumús
6

Sjóðið og flysjið kartöflurnar (eða öfugt, það má líka).

7

Setjið þær í hrærivélarskálina ásamt smjöri, sykri og salti og blandið saman á lægstu stillingu.

8

Bætið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.


MatreiðslaMerking,

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 stk Rose Poultry kjúklingalundir (700g)
 ½ stk laukur
 350 g sveppir (blandaðir)
 3 stk hvítlauksrif
 2 msk ferskt timian (saxað)
 2 msk Oscar fljótandi nautakraftur
 200 ml rjómi
 4 msk Maizenamjöl
 salt, pipar og hvítlauksduft
Kartöflumús
 1 kg kartöflur
 40 g smjör
 2 msk sykur
 1 tsk salt
 150 ml nýmjólk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að steikja lundirnar upp úr ólífuolíu og krydda eftir smekk. Brúnið vel á öllum hliðum og færið yfir á disk.

2

Skerið lauk og sveppi niður, steikið á sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli), bætið ólífuolíu við eftir smekk og kryddið vel, eldið við meðalháan hita þar til sveppir og laukur mýkist.

3

Rífið þá hvítlauksrifin og setjið þau ásamt timian saman við og steikið stutta stund til viðbótar.

4

Næst má hella vatni, krafti og rjóma á pönnuna og ná upp suðunni að nýju, þykkja eftir smekk með maizenamjöli og lækka hitann síðan alveg niður og leyfa að malla í um 10 mínútur, kryddið meira ef þurfa þykir.

5

Berið fram með kartöflumús!

Kartöflumús
6

Sjóðið og flysjið kartöflurnar (eða öfugt, það má líka).

7

Setjið þær í hrærivélarskálina ásamt smjöri, sykri og salti og blandið saman á lægstu stillingu.

8

Bætið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.

Kjúklingur í brúnni sósu og kartöflumús

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Crunch WrapHér er á ferðinni stökk en sama tíma mjúk vefja sem er tilvalin fyrir Taco þriðjudaga.