Kjúklingur í brúnni sósu og kartöflumús

Hér er á ferðinni ekta vetrarmatur. Kartöflumús og brún sósa er eitthvað sem flestir elska og þessi réttur er dásamlega ljúffengur!

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 stk Rose Poultry kjúklingalundir (700g)
 ½ stk laukur
 350 g sveppir (blandaðir)
 3 stk hvítlauksrif
 2 msk ferskt timian (saxað)
 2 msk Oscar fljótandi nautakraftur
 200 ml rjómi
 4 msk Maizenamjöl
 salt, pipar og hvítlauksduft
Kartöflumús
 1 kg kartöflur
 40 g smjör
 2 msk sykur
 1 tsk salt
 150 ml nýmjólk

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að steikja lundirnar upp úr ólífuolíu og krydda eftir smekk. Brúnið vel á öllum hliðum og færið yfir á disk.

2

Skerið lauk og sveppi niður, steikið á sömu pönnu (ekki þrífa hana á milli), bætið ólífuolíu við eftir smekk og kryddið vel, eldið við meðalháan hita þar til sveppir og laukur mýkist.

3

Rífið þá hvítlauksrifin og setjið þau ásamt timian saman við og steikið stutta stund til viðbótar.

4

Næst má hella vatni, krafti og rjóma á pönnuna og ná upp suðunni að nýju, þykkja eftir smekk með maizenamjöli og lækka hitann síðan alveg niður og leyfa að malla í um 10 mínútur, kryddið meira ef þurfa þykir.

5

Berið fram með kartöflumús!

Kartöflumús
6

Sjóðið og flysjið kartöflurnar (eða öfugt, það má líka).

7

Setjið þær í hrærivélarskálina ásamt smjöri, sykri og salti og blandið saman á lægstu stillingu.

8

Bætið mjólkinni saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.


MatreiðslaInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

 1 stk Rose Poultry kjúklingalundir (700g)
 ½ stk laukur
 350 g sveppir (blandaðir)
 3 stk hvítlauksrif
 2 msk ferskt timian (saxað)
 2 msk Oscar fljótandi nautakraftur
 200 ml rjómi
 4 msk Maizenamjöl
 salt, pipar og hvítlauksduft
Kartöflumús
 1 kg kartöflur
 40 g smjör
 2 msk sykur
 1 tsk salt
 150 ml nýmjólk
Kjúklingur í brúnni sósu og kartöflumús

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…