Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.
Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikja í potti eða á pönnu upp úr ólífuolíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.
Skerið vorlauk smátt. Skerið sykurbaunir, brokkólí og baby corn í minni bita.
Steikjið vorlauk, engifer og hvítlauk upp úr ólífuolíu.
Blandið grænu karrý saman við.
Bætið grænmetinu saman við og hrærið vel saman. Saltið og piprið eftir smekk.
Blandið kókosmjólkinni saman við og leyfið að malla í 5-10 mínútur.
Toppið með vorlauk, radísuspírum, chili sneiðum og kóríander.
Berið fram með hrísgrjónum og njótið.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4