Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

  ,   

janúar 21, 2021

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

  • Fyrir: 4

Hráefni

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry

Salt & pipar

½ Tuc kex pakkning

½ dl hveiti

1 egg

PAM sprey

4 tortillur með grillrönd frá Mission

Tómatur, skorinn í sneiðar

Avókadó, skorið í sneiðar

Philadelphia rjómaostur

Rauðkálshrásalat

5 dl rauðkál

4 msk majónes frá Heinz

1-2 tsk Tabasco sriracha sósa

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær með salti og pipar.

2Myljið Tuc kex í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.

3Veltið þeim upp úr hveitinu, egginu og síðan Tuc kex mulningnum.

4Spreyið eldfast form með Pam og leggið kjúklinginn í það. Spreyið með Pam yfir hann og bakið í 35-40 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

5Hitið tortillurnar og smyrjið þær með rjómaosti, dreifið rauðkálshrásalati, kjúklingnum, tómatsneiðum og avókadósneiðum. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Tagliatelline með sveppum & kjúkling

Einföld og bragðgóð uppskrift, svona pasta réttur sem öllum finnst góður burt séð frá aldri. Ég hvet ykkur til að prófa.

Dásemdar kjúklingaréttur með kókos & mango chutney sósu

Kjúklingur með chilí-hnetusmjörsósu og mangó chutney kókossósu.

Taquitos með kjúklingi & guacamole

Stökkt taquitos með mjúkri kjúklinga- og ostafyllingu borið fram með guacamole og kóríander sósu. Nammi, þetta er alltof gott!