Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

  ,   

janúar 21, 2021

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

  • Fyrir: 4

Hráefni

2 kjúklingabringur frá Rose Poultry

Salt & pipar

½ Tuc kex pakkning

½ dl hveiti

1 egg

PAM sprey

4 tortillur með grillrönd frá Mission

Tómatur, skorinn í sneiðar

Avókadó, skorið í sneiðar

Philadelphia rjómaostur

Rauðkálshrásalat

5 dl rauðkál

4 msk majónes frá Heinz

1-2 tsk Tabasco sriracha sósa

Leiðbeiningar

1Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær með salti og pipar.

2Myljið Tuc kex í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.

3Veltið þeim upp úr hveitinu, egginu og síðan Tuc kex mulningnum.

4Spreyið eldfast form með Pam og leggið kjúklinginn í það. Spreyið með Pam yfir hann og bakið í 35-40 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

5Hitið tortillurnar og smyrjið þær með rjómaosti, dreifið rauðkálshrásalati, kjúklingnum, tómatsneiðum og avókadósneiðum. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.

Uppskrift eftir Hildi Rut.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kjúklingur í grænu karrý

Dásamlega bragðgóður og einfaldur réttur sem rífur aðeins í.

Quesadilla hringur

Fylltar tortillur með kjúkling, beikoni, tómötum, blaðlauk, salsasósu og nóg af osti. Tortillurnar mynda kramarhús og er þeim svo raðað upp í hring og bornar fram með avókadó sósu. Passar sérlega vel með ísköldum bjór eða drykk.

Kjúklingaspjót með sinnepsdressingu

Grilluð kjúklingaspjót með kaldri sósu.