fbpx

Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

Vefja með krönsí kjúkling og rauðkáli.

Magn2 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 Salt & pipar
 ½ Tuc kex pakkning
 ½ dl hveiti
 1 egg
 PAM sprey
 4 tortillur með grillrönd frá Mission
 Tómatur, skorinn í sneiðar
 Avókadó, skorið í sneiðar
 Philadelphia rjómaostur
Rauðkálshrásalat
 5 dl rauðkál
 4 msk majónes frá Heinz
 1-2 tsk Tabasco sriracha sósa

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær með salti og pipar.

2

Myljið Tuc kex í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.

3

Veltið þeim upp úr hveitinu, egginu og síðan Tuc kex mulningnum.

4

Spreyið eldfast form með Pam og leggið kjúklinginn í það. Spreyið með Pam yfir hann og bakið í 35-40 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

5

Hitið tortillurnar og smyrjið þær með rjómaosti, dreifið rauðkálshrásalati, kjúklingnum, tómatsneiðum og avókadósneiðum. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.


DeilaTístaVista

Hráefni

 2 kjúklingabringur frá Rose Poultry
 Salt & pipar
 ½ Tuc kex pakkning
 ½ dl hveiti
 1 egg
 PAM sprey
 4 tortillur með grillrönd frá Mission
 Tómatur, skorinn í sneiðar
 Avókadó, skorið í sneiðar
 Philadelphia rjómaostur
Rauðkálshrásalat
 5 dl rauðkál
 4 msk majónes frá Heinz
 1-2 tsk Tabasco sriracha sósa

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær með salti og pipar.

2

Myljið Tuc kex í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.

3

Veltið þeim upp úr hveitinu, egginu og síðan Tuc kex mulningnum.

4

Spreyið eldfast form með Pam og leggið kjúklinginn í það. Spreyið með Pam yfir hann og bakið í 35-40 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.

5

Hitið tortillurnar og smyrjið þær með rjómaosti, dreifið rauðkálshrásalati, kjúklingnum, tómatsneiðum og avókadósneiðum. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.

Kjúklingavefjur með Tuc og rauðkálshrásalati

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Gnocchi bakaGnocchi er þéttara í sér og stífara undir tönn en almáttugur þessi baka var undursamleg og virkilega gaman að prófa…