Það er svo mikið vor í lofti þessa dagana að ég er komin með grillið í stuð aftur! Hér eru á ferðinni kjúklingaspjót og undurljúffengir rjómaostafylltir sveppir með frönskum og kaldri sósu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið hvert kjúklingalæri í tvo hluta.
Setjið kjúklinginn í skál og veltið upp úr grillolíunum og leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).
Þræðið upp á grillteina og grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Takið stilkinn úr sveppunum og skafið aðeins innan úr þeim.
Fyllið með rjómaosti og raðið á álpakka/eldfast mót sem má fara á grill (einnig má þetta fara í 200°C heitan ofn).
Setjið á efri grindina á grillinu á meðan þið grillið kjúklinginn (í um 10 mínútur).
Setjið smá hunang og saxaðan graslauk yfir áður en sveppirnir eru bornir fram.
Hráefni
Leiðbeiningar
Skerið hvert kjúklingalæri í tvo hluta.
Setjið kjúklinginn í skál og veltið upp úr grillolíunum og leyfið að marinerast í að minnsta kosti klukkustund (yfir nótt er líka í lagi).
Þræðið upp á grillteina og grillið á vel heitu grilli í nokkrar mínútur á hvorri hlið þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.
Takið stilkinn úr sveppunum og skafið aðeins innan úr þeim.
Fyllið með rjómaosti og raðið á álpakka/eldfast mót sem má fara á grill (einnig má þetta fara í 200°C heitan ofn).
Setjið á efri grindina á grillinu á meðan þið grillið kjúklinginn (í um 10 mínútur).
Setjið smá hunang og saxaðan graslauk yfir áður en sveppirnir eru bornir fram.