fbpx

Kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum

Dásamleg kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
 500 g úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (fást frosin í matvöruverslunum)
 ½ rauðlaukur, gróflega saxaður
 3 msk olífuolía
 1 tsk chilíduft
 ½ tsk paprikukrydd (eða smoked paprikukrydd ef þið eigið)
 ½ tsk cuminkrydd (ath ekki sama og kúmen)
 ½ tsk kóríander
 ¾ tsk salt
 1 búnt kóríander
 3 vorlaukar, gróflega saxaðir
 2 hvítlauksrif
 4 msk fersk límóna (frá ca. 2 lime)
 1 jalapenopipar, gróflega skorinn og fræhreinsaður ef þið hafa minna sterkt
 1 bolli (185 g) ósoðin hrísgrjón
 425 ml kjúklingasoð (eða vatn og 2-3 kjúklingateningar)
 1 dós sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 200°c.

2

Blandið sætum kartöflum, kjúklingalærum og rauðlauk saman í skál. Blandið saman í minni skál 2 msk af olíu ásamt chilípowder, paprikukryddi, cumin, kóríanderkryddi og hálfri teskeið a salti. Blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmeti og landið þar til allt er vel húðað með olíukryddinu.Setjið í ofnfast mót og bakið í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast og kjúklingurinn eldaður í gegn.

3

Á meðan kjúklingurinn er að eldast undirbúið hrísgrjónin. Setjið kóríander, vorlauk, hvítlauk, 2 msk af límónusafa, jalapeno og ¼ tsk af salti saman í blandara eða matvinnsluvél. Blandið þar til þetta er orðið að mauki.

4

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og bætið hrísgrjónum og eldið í um 1 mínútu og hrærið reglulega. Bætið kóríandermaukinu saman við og eldiðí aðrar 1 mínútu. Bætið því næst kjúklingakrafti og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og látið lok á þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk og enginn vökvi er eftir, eða í um 20 mínútur.

5

Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt 2 msk af límónusafa og blandið vel.

6

Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og skerið í litla bita. Skiptið hrísgrjónunum niður á 4 skálar, síðan kjúlinginum og grænmetinu. Toppið með sýrða rjómanum og söxuðu kóríander ef þið eigið afgang.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt,

DeilaTístaVista

Hráefni

 2 sætar kartöflur, afhýddar og skornar í bita
 500 g úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry (fást frosin í matvöruverslunum)
 ½ rauðlaukur, gróflega saxaður
 3 msk olífuolía
 1 tsk chilíduft
 ½ tsk paprikukrydd (eða smoked paprikukrydd ef þið eigið)
 ½ tsk cuminkrydd (ath ekki sama og kúmen)
 ½ tsk kóríander
 ¾ tsk salt
 1 búnt kóríander
 3 vorlaukar, gróflega saxaðir
 2 hvítlauksrif
 4 msk fersk límóna (frá ca. 2 lime)
 1 jalapenopipar, gróflega skorinn og fræhreinsaður ef þið hafa minna sterkt
 1 bolli (185 g) ósoðin hrísgrjón
 425 ml kjúklingasoð (eða vatn og 2-3 kjúklingateningar)
 1 dós sýrður rjómi

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn á 200°c.

2

Blandið sætum kartöflum, kjúklingalærum og rauðlauk saman í skál. Blandið saman í minni skál 2 msk af olíu ásamt chilípowder, paprikukryddi, cumin, kóríanderkryddi og hálfri teskeið a salti. Blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmeti og landið þar til allt er vel húðað með olíukryddinu.Setjið í ofnfast mót og bakið í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast og kjúklingurinn eldaður í gegn.

3

Á meðan kjúklingurinn er að eldast undirbúið hrísgrjónin. Setjið kóríander, vorlauk, hvítlauk, 2 msk af límónusafa, jalapeno og ¼ tsk af salti saman í blandara eða matvinnsluvél. Blandið þar til þetta er orðið að mauki.

4

Hitið 1 msk af olíu á pönnu og bætið hrísgrjónum og eldið í um 1 mínútu og hrærið reglulega. Bætið kóríandermaukinu saman við og eldiðí aðrar 1 mínútu. Bætið því næst kjúklingakrafti og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og látið lok á þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk og enginn vökvi er eftir, eða í um 20 mínútur.

5

Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt 2 msk af límónusafa og blandið vel.

6

Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og skerið í litla bita. Skiptið hrísgrjónunum niður á 4 skálar, síðan kjúlinginum og grænmetinu. Toppið með sýrða rjómanum og söxuðu kóríander ef þið eigið afgang.

Kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum

Aðrar spennandi uppskriftir