Dásamleg kjúklingaskál með sætum kartöflum og kóríanderhrísgrjónum.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn á 200°c.
Blandið sætum kartöflum, kjúklingalærum og rauðlauk saman í skál. Blandið saman í minni skál 2 msk af olíu ásamt chilípowder, paprikukryddi, cumin, kóríanderkryddi og hálfri teskeið a salti. Blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmeti og landið þar til allt er vel húðað með olíukryddinu.Setjið í ofnfast mót og bakið í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast og kjúklingurinn eldaður í gegn.
Á meðan kjúklingurinn er að eldast undirbúið hrísgrjónin. Setjið kóríander, vorlauk, hvítlauk, 2 msk af límónusafa, jalapeno og ¼ tsk af salti saman í blandara eða matvinnsluvél. Blandið þar til þetta er orðið að mauki.
Hitið 1 msk af olíu á pönnu og bætið hrísgrjónum og eldið í um 1 mínútu og hrærið reglulega. Bætið kóríandermaukinu saman við og eldiðí aðrar 1 mínútu. Bætið því næst kjúklingakrafti og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og látið lok á þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk og enginn vökvi er eftir, eða í um 20 mínútur.
Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt 2 msk af límónusafa og blandið vel.
Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og skerið í litla bita. Skiptið hrísgrjónunum niður á 4 skálar, síðan kjúlinginum og grænmetinu. Toppið með sýrða rjómanum og söxuðu kóríander ef þið eigið afgang.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn á 200°c.
Blandið sætum kartöflum, kjúklingalærum og rauðlauk saman í skál. Blandið saman í minni skál 2 msk af olíu ásamt chilípowder, paprikukryddi, cumin, kóríanderkryddi og hálfri teskeið a salti. Blandið vel saman. Hellið blöndunni yfir kjúklinginn og grænmeti og landið þar til allt er vel húðað með olíukryddinu.Setjið í ofnfast mót og bakið í um 35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru farnar að mýkjast og kjúklingurinn eldaður í gegn.
Á meðan kjúklingurinn er að eldast undirbúið hrísgrjónin. Setjið kóríander, vorlauk, hvítlauk, 2 msk af límónusafa, jalapeno og ¼ tsk af salti saman í blandara eða matvinnsluvél. Blandið þar til þetta er orðið að mauki.
Hitið 1 msk af olíu á pönnu og bætið hrísgrjónum og eldið í um 1 mínútu og hrærið reglulega. Bætið kóríandermaukinu saman við og eldiðí aðrar 1 mínútu. Bætið því næst kjúklingakrafti og hitið að suðu. Lækkið þá hitann og látið lok á þar til hrísgrjónin eru orðin mjúk og enginn vökvi er eftir, eða í um 20 mínútur.
Setjið sýrðan rjóma í skál ásamt 2 msk af límónusafa og blandið vel.
Þegar kjúklingurinn er fulleldaður takið úr ofni og skerið í litla bita. Skiptið hrísgrjónunum niður á 4 skálar, síðan kjúlinginum og grænmetinu. Toppið með sýrða rjómanum og söxuðu kóríander ef þið eigið afgang.