Kjúklingasalat

  ,

nóvember 13, 2015

Hressandi og næringaríkt kjúklingasalat.

Hráefni

Kjúklingasalat

1 pk kjúklingalundir frá Rose Poultry

3 msk Caj P hunangs grillolía

1 poki romaine salat (eða 2 hausar)

12 stk kirsuberjatómatar, skornir til helminga

½ rauðlaukur, saxaður

50 gr Crousti brauðteningar

2 msk ristuð graskersfræ

50 gr Parmareggio

Salatdressing

120 gr japanskt mayonnaise

3 msk skyr

1 msk kapers

20 gr graslaukur, saxaður

50 gr Parmareggio, rifinn

safi úr 1 sítrónu

salt og pipar

Leiðbeiningar

1Pennslið kjúklingalundirnar með Caj P grillolíunni og skellið á heitt grillið í 2-3 mín á hvorri hlið.

2Lagið salatdressinguna og hrærið henni vel saman við gróft saxað romaine salatið.

3Raðið kjúklingnum, rauðlauknum og tómötunum ofan á salatið, einnig brauðteningum og graskersfræjum og setjið að lokum rifinn parmesan ost yfir.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Karrý-majó kjúklingasalat

Karrýsalat með kjúklingi og eggjum.

Kjúklingur í rjómalagaðri hnetusmjörsósu

Frábær kjúklingur í hnetusósu.

Einfalt, fljótlegt og hrikalega gott kjúklinga pestó pastasalat

Þetta pasta salat er með því einfaldara sem hægt er að smella saman en á sama tíma algjört sælgæti og fullt af hollustu.