fbpx

Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu

Einfalt og létt kjúklingasalat.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 100 g furuhnetur
 3-5 msk sesamfræ
 1-2 pokar rucola
 1 askja kirsuberjatómatar
 1/2-1 krukka ólífur (má sleppa)
 1 lítill rauðlaukur, skorinn smátt
 15 g steinselja, söxuð
 fetaostur, ásamt smá af olíunni ef vill (henni er þá bætt við í lokin)
 Marinering á kjúkling og salatdressing
 2 msk hunang
 2 msk dijon sinnep
 120 ml ólífuolía
 15 g steinselja, smátt söxuð
 1 tsk salt
 svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið hráefnin fyrir marineringuna saman í skál og hrærið vel saman. Takið síðan um 4 matskeiðar af henni og látið í litla skál. Takið kjúklingabringurnar til og hellið síðan marineringunni úr litlu skálinni yfir kjúklingabringurnar og nuddið þeim vel upp úr henni. Leyfið kjúklingabringunum að liggja í marineringunni í smá stund og grillið þær síðan og skerið í litlar bita.

2

Ristið furuhnetur og sesamfræ á pönnu og síðan ásamt öllum hráefnunum fyrir salatið í skál.

3

Blandið hunangsdressingunni saman við, magn eftir smekk og bætið við smá olíu af fetaostinum ef ykkur finnst þurfa.


Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 3 kjúklingabringur
 100 g furuhnetur
 3-5 msk sesamfræ
 1-2 pokar rucola
 1 askja kirsuberjatómatar
 1/2-1 krukka ólífur (má sleppa)
 1 lítill rauðlaukur, skorinn smátt
 15 g steinselja, söxuð
 fetaostur, ásamt smá af olíunni ef vill (henni er þá bætt við í lokin)
 Marinering á kjúkling og salatdressing
 2 msk hunang
 2 msk dijon sinnep
 120 ml ólífuolía
 15 g steinselja, smátt söxuð
 1 tsk salt
 svartur pipar

Leiðbeiningar

1

Setjið hráefnin fyrir marineringuna saman í skál og hrærið vel saman. Takið síðan um 4 matskeiðar af henni og látið í litla skál. Takið kjúklingabringurnar til og hellið síðan marineringunni úr litlu skálinni yfir kjúklingabringurnar og nuddið þeim vel upp úr henni. Leyfið kjúklingabringunum að liggja í marineringunni í smá stund og grillið þær síðan og skerið í litlar bita.

2

Ristið furuhnetur og sesamfræ á pönnu og síðan ásamt öllum hráefnunum fyrir salatið í skál.

3

Blandið hunangsdressingunni saman við, magn eftir smekk og bætið við smá olíu af fetaostinum ef ykkur finnst þurfa.

Kjúklingasalat með ljúfri hunangssósu

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…