fbpx

Ítalskur marinara kjúklingaréttur

Kjúklingaréttur sem bráðnar í munni.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Tómatmauk
 4 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 4 skarlottulaukar, saxaðir
 4 hvítlauksrif, söxuð smátt
 1 dós hakkaðir tómatar frá Hunt's
 2 tsk oregano
 ¼ tsk piparflögur
 ½ búnt fersk basilíka, söxuð
Kjúklingur
 40 g brauðrasp
 75 g parmesan ostur rifinn frá Parmareggio
 70 g hveiti
 2 egg, léttþeytt
 8 úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
 4 msk ólífuolía
 Mozzarellaostur, rifinn

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu við meðalhita og léttsteikið skarlottulaukinn þar til hann er farinn að mýkjast. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið i mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, oregano og piparflögunum. Látið malla við vægan hita í um 10 mínútur. Bætið þá basilíku saman og við saltið og piprið að eigin smekk. Takið til hliðar og geymið.

2

Blandið parmesanosti og brauðmylsnum saman í grunna skál. Hellið hveitinu á disk og látið egginn í aðra grunna skál.

3

Byrjið á að dýfa kjúklinginum í hveitið, síðan í eggin og að lokum í brauðmylsnuna og látið hana hylja hann vel.

4

Steikið kjúklinginn upp úr olíunni þar til hann er orðinn gylltur og bætið við olíu eftir þörfum. Setjið kjúklinginn því í ofnfast mót og hellið sósunni yfir hann. Stráið mozzarellaosti yfir allt. Setjið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinn hefur bráðnað. Berið fram með góðu salati og t.d. tagliatelle.


Uppskrift frá Berglindi á GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

Tómatmauk
 4 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 4 skarlottulaukar, saxaðir
 4 hvítlauksrif, söxuð smátt
 1 dós hakkaðir tómatar frá Hunt's
 2 tsk oregano
 ¼ tsk piparflögur
 ½ búnt fersk basilíka, söxuð
Kjúklingur
 40 g brauðrasp
 75 g parmesan ostur rifinn frá Parmareggio
 70 g hveiti
 2 egg, léttþeytt
 8 úrbeinuð kjúklingalæri, t.d. frá Rose Poultry
 4 msk ólífuolía
 Mozzarellaostur, rifinn

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu við meðalhita og léttsteikið skarlottulaukinn þar til hann er farinn að mýkjast. Bætið þá hvítlauk saman við og steikið i mínútu til viðbótar. Bætið tómötum, oregano og piparflögunum. Látið malla við vægan hita í um 10 mínútur. Bætið þá basilíku saman og við saltið og piprið að eigin smekk. Takið til hliðar og geymið.

2

Blandið parmesanosti og brauðmylsnum saman í grunna skál. Hellið hveitinu á disk og látið egginn í aðra grunna skál.

3

Byrjið á að dýfa kjúklinginum í hveitið, síðan í eggin og að lokum í brauðmylsnuna og látið hana hylja hann vel.

4

Steikið kjúklinginn upp úr olíunni þar til hann er orðinn gylltur og bætið við olíu eftir þörfum. Setjið kjúklinginn því í ofnfast mót og hellið sósunni yfir hann. Stráið mozzarellaosti yfir allt. Setjið í 180°c heitan ofn í um 20 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn og osturinn hefur bráðnað. Berið fram með góðu salati og t.d. tagliatelle.

Ítalskur marinara kjúklingaréttur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…