Print Options:








Kjúklingaréttur með sweet chili og beikoni

Magn1 skammtur

Góður kjúklingaréttur með beikoni, chili, rjóma og grænmeti.

 900 g kjúklingur (t.d. bringur, lundir eða úrbeinuð læri)
 150 g beikon
 1 rauðlaukur, saxaður smátt
 3 hvítlauksrif, smátt söxuð eða pressuð
 2-3 meðalstórar gulrætur, skornar í sneiðar
 salt og pipar
 1 dós (180g) sýrður rjómi (36%)
 2 dl rjómi
 1½ dl rifinn parmesanostur (eða mozzarella ostur)
 ½ msk kjúklingakraftur
 1 tsk sambal oelek (chilimauk) -má sleppa
 2-3 msk sweet chili sósa
 1½-2 msk sojasósa
 hnefafylli söxuð flatblaða-steinselja
1

Beikonið skorið í bita og steikt á pönnu þar til það verður stökkt. Þá er það veitt af pönnunni en fitan skilin eftir. Kjúklingurinn er skorin í bita, saltaður og pipraður og steiktur, ásamt rauðlauknum, upp úr beikonfitunni (meiri fitu bætt við ef með þarf) þar til hann hefur náð góðri steikingarhúð. Þá er gulrótunum og hvítlauki bætt út á pönnuna. Því næst er sýrðum rjóma, rjóma, parmesan osti, kjúklingakrafti, chilimauki, sweet chili sósu, sojasósu bætt á pönnuna ásamt beikoninu og allt látið malla í um það bil 10 mínútur (líka hægt að setja í eldfast mót inn í ofn) eða þar til kjúklingur er eldaður í gegn. Undir lokin er steinseljunni bætt út í kjúklingaréttinn.

2

Borið fram með kúskús eða hrísgrjónum og góðu salati.