Æðislegur kjúklingaréttur sem einfalt er að gera.
Skerið kartöflunar í bita og látið í ofnfast mót. Hellið olíu yfir, saltið og piprið. Látið í 200°c heitan ofn í 20-30 mínútur eða þar til þær eru farnar að mýkjast.
Skerið kjúklinginn í litla bita og kryddið með paprikukryddi og salti. Brúnið á pönnu. Látið kjúklinginn yfir kartöflunar.
Skerið grænmetið niður og steikið á pönnu. Bætið tómatpúrru og sykri saman við.
Hitið rjóma, maizenamjöl, sýrðan rjóma, cayenne pipar og balsamik edik í potti við vægan hita. Þegar allt hefur blandast saman hellið yfir grænmetið og blandið vel saman við vægan hita. Smakkið til með salti. Hellið yfir kjúklinginn og stráið mozzarellaosti yfir allt.
Látið í 200°c heitan ofn í 30 mínútur. Gott er að hafa álpappír yfir í 15 mínútur svo osturinn brenni ekki.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki
4