Hér er á ferðinni ekta hversdagsmatur sem allir í fjölskyldunni elska. Það er alltaf svo gott þegar hægt er að setja allt í eitt fat til að hita í ofni, þá er hægt að ganga frá og leggja á borð á meðan það eldast.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan annað er undirbúið.
Klippið beikonið niður í litla bita og steikið upp úr ólífuolíu, geymið
Skerið næst kjúklinginn í bita, steikið upp úr ólífuolíu, kryddið með salti, pipar og paprikudufti, leggið til hliðar.
Skerið niður lauk og hvítlauk, steikið þar til mýkist og kryddið með salti og pipar.
Hellið þá kjúklingasúpu, matreiðslurjóma, rjómaosti og 100 g af cheddar osti á pönnuna og hrærið þar til bráðið.
Bætið kjúkling og pasta saman við og hellið í eldfast mót.
Stráið restinni af ostunum yfir ásamt beikoninu og bakið í um 20 mínútur.
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C.
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka á meðan annað er undirbúið.
Klippið beikonið niður í litla bita og steikið upp úr ólífuolíu, geymið
Skerið næst kjúklinginn í bita, steikið upp úr ólífuolíu, kryddið með salti, pipar og paprikudufti, leggið til hliðar.
Skerið niður lauk og hvítlauk, steikið þar til mýkist og kryddið með salti og pipar.
Hellið þá kjúklingasúpu, matreiðslurjóma, rjómaosti og 100 g af cheddar osti á pönnuna og hrærið þar til bráðið.
Bætið kjúkling og pasta saman við og hellið í eldfast mót.
Stráið restinni af ostunum yfir ásamt beikoninu og bakið í um 20 mínútur.