Þetta er einfalt og gott og allir fjölskyldumeðlimir á þessu heimili kunnu að meta þennan rétt!
Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
Eldið beikonið þar til það verður vel stökkt og saxið það síðan niður og geymið.
Skerið kjúkling í bita, steikið upp úr ólífuolíu og kryddið eftir smekk.
Hellið Heinz sósu, rjómaosti og rjóma á pönnuna þegar kjúklingurinn hefur brúnast á öllum hliðum og hrærið þar til jöfn sósa myndast og bætið þá tómötunum saman við og hitið aðeins.
Berið fram með parmesanosti og söxuðu stökku beikoni.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki