Fljótlegar kjúklinganúðlur í Hoisin sósu.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjúklingurinn er skorinn í bita og kryddaður með salti og pipar. Hoisin sósa, chili sósa, hunang, engifer og kóríander er hrært saman í skál. Kjúklingurinn er því næst steiktur á pönnu upp úr ólífuolíu þar til hann hefur náð góðum lit. Þá er sósunni hellt á pönnuna og látið malla við vægan hita.
Þegar kjúklingurinn er hér um bil eldaður í gegn er wokgrænmetinu bætt á pönnuna og steikt þar til bæði grænmetið og kjúklingurinn eru tilbúin.
Á meðan eru núðlurnar soðnar í örlítið styttri tíma en leiðbeiningar segja til um. Ef upp- gefinn tími er 4 mínútur er passlegt að elda núðlurnar í 3 – 3 ½ mínútu, eldunin á þeim klárast þegar þær fara síðan á pönnuna.
Að lokum er núðlunum bætt á pönnuna og öllu blandað vel saman við meðalhita. Rétturinn er borinn strax fram og þá er gott að strá yfir hann fersku kóríander.
Hráefni
Leiðbeiningar
Kjúklingurinn er skorinn í bita og kryddaður með salti og pipar. Hoisin sósa, chili sósa, hunang, engifer og kóríander er hrært saman í skál. Kjúklingurinn er því næst steiktur á pönnu upp úr ólífuolíu þar til hann hefur náð góðum lit. Þá er sósunni hellt á pönnuna og látið malla við vægan hita.
Þegar kjúklingurinn er hér um bil eldaður í gegn er wokgrænmetinu bætt á pönnuna og steikt þar til bæði grænmetið og kjúklingurinn eru tilbúin.
Á meðan eru núðlurnar soðnar í örlítið styttri tíma en leiðbeiningar segja til um. Ef upp- gefinn tími er 4 mínútur er passlegt að elda núðlurnar í 3 – 3 ½ mínútu, eldunin á þeim klárast þegar þær fara síðan á pönnuna.
Að lokum er núðlunum bætt á pönnuna og öllu blandað vel saman við meðalhita. Rétturinn er borinn strax fram og þá er gott að strá yfir hann fersku kóríander.