fbpx

Kjúklingalundir á pastabeði

Þessi réttur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að blanda saman kastaníusveppum, portobello- og klassískum sveppum gefur dásamlegt bragð.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1poki)
 500 g sveppir (blandaðir)
 3 stk skallott laukur (smátt saxaður)
 3 stk hvítlauksrif (rifin)
 70 g smjör
 400 ml rjómi
 250 ml þeyttur rjómi
 3 msk sítrónusafi
 2 msk fljótandi nautakraftur
 3 msk söxuð steinselja
 ólífuolía til steikingar
 salt + pipar + hvítlauksduft
 12 stk De Cecco hreiður (tagliatelle)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera niður sveppina og taka allt hráefni til.

2

Næst má hita ofninn í 190°C og snöggsteikja lundirnar, rétt til að brúna þær á öllum hliðum, upp úr olíu og smá smjöri, kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar í eldfast mót og í ofninn í 15 mínútur, sjóðið pastað á meðan.

3

Steikið einnig á meðan sveppi, lauk og hvítlauk upp úr 70 g af smjöri við meðalháan hita þar til þeir mýkjast og safinn gufar upp, færið þá næst yfir á disk.

4

Hellið 400 ml af rjóma á pönnuna, hækkið hitann og leyfið rjómanum að sjóða niður, bætið kjötkrafti saman við.

5

Þegar sósan fer aðeins að þykkna má bæta steinselju, sítrónusafa og 250 ml af léttþeyttum rjóma saman og bæta síðan sveppunum aftur á pönnuna, blandið varlega saman.

6

Berið réttinn síðan fram með því að setja pasta á disk, hella vel af sósu og sveppum yfir og setja kjúklinginn ofan á, njótið með góðu hvítvíni.


DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1poki)
 500 g sveppir (blandaðir)
 3 stk skallott laukur (smátt saxaður)
 3 stk hvítlauksrif (rifin)
 70 g smjör
 400 ml rjómi
 250 ml þeyttur rjómi
 3 msk sítrónusafi
 2 msk fljótandi nautakraftur
 3 msk söxuð steinselja
 ólífuolía til steikingar
 salt + pipar + hvítlauksduft
 12 stk De Cecco hreiður (tagliatelle)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera niður sveppina og taka allt hráefni til.

2

Næst má hita ofninn í 190°C og snöggsteikja lundirnar, rétt til að brúna þær á öllum hliðum, upp úr olíu og smá smjöri, kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar í eldfast mót og í ofninn í 15 mínútur, sjóðið pastað á meðan.

3

Steikið einnig á meðan sveppi, lauk og hvítlauk upp úr 70 g af smjöri við meðalháan hita þar til þeir mýkjast og safinn gufar upp, færið þá næst yfir á disk.

4

Hellið 400 ml af rjóma á pönnuna, hækkið hitann og leyfið rjómanum að sjóða niður, bætið kjötkrafti saman við.

5

Þegar sósan fer aðeins að þykkna má bæta steinselju, sítrónusafa og 250 ml af léttþeyttum rjóma saman og bæta síðan sveppunum aftur á pönnuna, blandið varlega saman.

6

Berið réttinn síðan fram með því að setja pasta á disk, hella vel af sósu og sveppum yfir og setja kjúklinginn ofan á, njótið með góðu hvítvíni.

Kjúklingalundir á pastabeði

Aðrar spennandi uppskriftir