Kjúklingalundir á pastabeði

Þessi réttur er eitthvað sem þið verðið að prófa! Að blanda saman kastaníusveppum, portobello- og klassískum sveppum gefur dásamlegt bragð.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1poki)
 500 g sveppir (blandaðir)
 3 stk skallott laukur (smátt saxaður)
 3 stk hvítlauksrif (rifin)
 70 g smjör
 400 ml rjómi
 250 ml þeyttur rjómi
 3 msk sítrónusafi
 2 msk fljótandi nautakraftur
 3 msk söxuð steinselja
 ólífuolía til steikingar
 salt + pipar + hvítlauksduft
 12 stk De Cecco hreiður (tagliatelle)

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að skera niður sveppina og taka allt hráefni til.

2

Næst má hita ofninn í 190°C og snöggsteikja lundirnar, rétt til að brúna þær á öllum hliðum, upp úr olíu og smá smjöri, kryddið eftir smekk. Setjið lundirnar í eldfast mót og í ofninn í 15 mínútur, sjóðið pastað á meðan.

3

Steikið einnig á meðan sveppi, lauk og hvítlauk upp úr 70 g af smjöri við meðalháan hita þar til þeir mýkjast og safinn gufar upp, færið þá næst yfir á disk.

4

Hellið 400 ml af rjóma á pönnuna, hækkið hitann og leyfið rjómanum að sjóða niður, bætið kjötkrafti saman við.

5

Þegar sósan fer aðeins að þykkna má bæta steinselju, sítrónusafa og 250 ml af léttþeyttum rjóma saman og bæta síðan sveppunum aftur á pönnuna, blandið varlega saman.

6

Berið réttinn síðan fram með því að setja pasta á disk, hella vel af sósu og sveppum yfir og setja kjúklinginn ofan á, njótið með góðu hvítvíni.


MatreiðslaInniheldur, ,
SharePostSave

Hráefni

 700 g Rose Poultry kjúklingalundir (1poki)
 500 g sveppir (blandaðir)
 3 stk skallott laukur (smátt saxaður)
 3 stk hvítlauksrif (rifin)
 70 g smjör
 400 ml rjómi
 250 ml þeyttur rjómi
 3 msk sítrónusafi
 2 msk fljótandi nautakraftur
 3 msk söxuð steinselja
 ólífuolía til steikingar
 salt + pipar + hvítlauksduft
 12 stk De Cecco hreiður (tagliatelle)
Kjúklingalundir á pastabeði

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
Pestó spaghettiÞetta þarf ekki að vera flókið, hér erum við með dýrindis pestó spaghettí rétt sem er einfaldur og bragðgóður.