fbpx

Kjúklingalasagna með mozzarella, basiliku og tómötum

Þetta lasagna slær í gegn á öllum heimilum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða kjúklingabringur frá Rose Poultry, skorin í litla bita
 Falksalt með hvítlauk
 svartur grófmalaður pipar
 1 tsk þurrkuð basilika
 1 tsk oregano
 chili flögur (t.d chili explosion) eftir smekk
 2 tsk kjúklingakraftur frá Oscars
 smjör og/eða olía til steikingar – ég notaði Filippo Berio með basilikubragði
 1 box Philadelphia ostur – natural (200 g)
 1 dós Hunt’s pastasósa með hvítlauk og lauk (414 ml)
 6-8 lasagnaplötur
 2 1/2 dl rifinn parmesan
 12 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 fersk basilika, ca 30 g
 1 mozzarellaostur (125 g – kúlan í pokunum), skorinn í þunnar sneiðar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Laukurinn er steiktur á pönnu þar til hann er mjúkur, þá er hvítlauknum bætt á pönnuna og hann steiktur með lauknum í smá stund. Því næst er kjúklingnum bætt á pönnuna, kryddað með salti, pipar, oregano, basilku og chili auk þess sem kjúklingakraftinum er bætt út í.

2

Þegar kjúklingurinn hefur ná góðri steikingarhúð er rjómaostinum bætt út á pönnuna og hann látin bráðna við meðalhita. Þá er helmingnum af pastasósunni dreift á botninn á eldföstu móti. Því næst er sósan þakin með lasagnaplötum. Þá er helmingnum af kjúklingnum dreift yfir lasagnaplöturnar. Nú er helmingnum af parmesan ostinum dreift yfir kjúklinginn. Restinni af pastasósunni er því næst dreift yfir, þá einu lagi af lasagnaplötum, svo kjúklingnum. Því næst er basilikublöðunum dreift yfir ásamt kokteiltómötunum. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir og mozzarellasneiðunum raðað yfir.

3

Gott er að krydda örlítið með basiliku kryddi í lokin. Hitað í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til að lasagna er eldað í gegn og osturinn hefur tekið góðan lit. Borið fram með fersku salati og góðu brauði.

DeilaTístaVista

Hráefni

 1 lítill rauðlaukur, saxaður smátt
 3 hvítlauksrif, söxuð smátt
 900 g úrbeinuð kjúklingalæri eða kjúklingabringur frá Rose Poultry, skorin í litla bita
 Falksalt með hvítlauk
 svartur grófmalaður pipar
 1 tsk þurrkuð basilika
 1 tsk oregano
 chili flögur (t.d chili explosion) eftir smekk
 2 tsk kjúklingakraftur frá Oscars
 smjör og/eða olía til steikingar – ég notaði Filippo Berio með basilikubragði
 1 box Philadelphia ostur – natural (200 g)
 1 dós Hunt’s pastasósa með hvítlauk og lauk (414 ml)
 6-8 lasagnaplötur
 2 1/2 dl rifinn parmesan
 12 kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 fersk basilika, ca 30 g
 1 mozzarellaostur (125 g – kúlan í pokunum), skorinn í þunnar sneiðar

Leiðbeiningar

1

Ofn hitaður í 200 gráður við undir- og yfirhita. Laukurinn er steiktur á pönnu þar til hann er mjúkur, þá er hvítlauknum bætt á pönnuna og hann steiktur með lauknum í smá stund. Því næst er kjúklingnum bætt á pönnuna, kryddað með salti, pipar, oregano, basilku og chili auk þess sem kjúklingakraftinum er bætt út í.

2

Þegar kjúklingurinn hefur ná góðri steikingarhúð er rjómaostinum bætt út á pönnuna og hann látin bráðna við meðalhita. Þá er helmingnum af pastasósunni dreift á botninn á eldföstu móti. Því næst er sósan þakin með lasagnaplötum. Þá er helmingnum af kjúklingnum dreift yfir lasagnaplöturnar. Nú er helmingnum af parmesan ostinum dreift yfir kjúklinginn. Restinni af pastasósunni er því næst dreift yfir, þá einu lagi af lasagnaplötum, svo kjúklingnum. Því næst er basilikublöðunum dreift yfir ásamt kokteiltómötunum. Að lokum er restinni af parmesan ostinum dreift yfir og mozzarellasneiðunum raðað yfir.

3

Gott er að krydda örlítið með basiliku kryddi í lokin. Hitað í ofni við 200 gráður í 20-30 mínútur eða þar til að lasagna er eldað í gegn og osturinn hefur tekið góðan lit. Borið fram með fersku salati og góðu brauði.

Kjúklingalasagna með mozzarella, basiliku og tómötum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…