fbpx

Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflur

Hér kemur uppskrift að gómsætum ofnbökuðum kjúklingalærum með ferskum kryddjurtum, hvítlauk, sítrónu og chili. Kjúklingurinn er borinn fram með krömdum kartöflum, kaldri parmesan sósu og fersku salati. Ó svo ferskt og gott!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur
 1 poki úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía
 0,50 sítróna, safinn
 4 stk hvítlauksrif, pressuð3-4
 1 msk ferskt oregano, smátt saxað
 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
 2 msk fersk basilika, smátt söxuð
 Salt og pipar
 1 chili, skorið í sneiðar
 Sítrónusneiðar eftir smekk
Kartöflur
 12 stk litlar kartöflur12-14 stk
 2 msk smjör2-3
 2 msk ólífuolía2-3
 Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
 1 dl Parmigiano reggiano parmesan ostur
 Fersk steinselja
Köld parmesan sósa
 2 dl sýrður rjómi
 2 msk Heinz majónes
 0,50 stk Safi úr sítrónu
 Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
 1 dl rifinn Parmigiano reggiano

Leiðbeiningar

1

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa, pressuð hvítlauksrif, oregano, steinselju, basiliku, salt og pipar.

2

Dreifið chili sneiðum yfir og bakið í ofni við 190°C í 25 mínútur.

3

Takið kjúklinginn úr ofninum og drefið sítrónusneiðum yfir. Haldið áfram að baka kjúklinginn í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fullbakaður.

Kartöflur
4

Sjóðið kartöflur í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.

5

Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunapappír og hafið smá bil á milli þeirra.

6

Kremjið þær létt með kartöflustappara, morteli eða gaffli.

7

Penslið þær með ólífuolíu, smjöri og kryddið með salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti

8

Bakið í ofni í 10-13 mínútur og dreifið rifnum parmesan osti og ferskri steinselju yfir.

Sósa
9

Blandið öllum hráefnunum vel saman með skeið.


DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingur
 1 poki úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 2 msk ólífuolía
 0,50 sítróna, safinn
 4 stk hvítlauksrif, pressuð3-4
 1 msk ferskt oregano, smátt saxað
 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð
 2 msk fersk basilika, smátt söxuð
 Salt og pipar
 1 chili, skorið í sneiðar
 Sítrónusneiðar eftir smekk
Kartöflur
 12 stk litlar kartöflur12-14 stk
 2 msk smjör2-3
 2 msk ólífuolía2-3
 Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
 1 dl Parmigiano reggiano parmesan ostur
 Fersk steinselja
Köld parmesan sósa
 2 dl sýrður rjómi
 2 msk Heinz majónes
 0,50 stk Safi úr sítrónu
 Krydd: Salt, pipar, laukduft og hvítlauksduft
 1 dl rifinn Parmigiano reggiano

Leiðbeiningar

1

Setjið kjúklinginn í eldfast mót og blandið saman við ólífuolíu, sítrónusafa, pressuð hvítlauksrif, oregano, steinselju, basiliku, salt og pipar.

2

Dreifið chili sneiðum yfir og bakið í ofni við 190°C í 25 mínútur.

3

Takið kjúklinginn úr ofninum og drefið sítrónusneiðum yfir. Haldið áfram að baka kjúklinginn í ofninum í 10-15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er fullbakaður.

Kartöflur
4

Sjóðið kartöflur í 30 mínútur eða þar til þær eru orðnar mjúkar.

5

Dreifið þeim á bökunarplötu þakta bökunapappír og hafið smá bil á milli þeirra.

6

Kremjið þær létt með kartöflustappara, morteli eða gaffli.

7

Penslið þær með ólífuolíu, smjöri og kryddið með salti, pipar, laukdufti og hvítlauksdufti

8

Bakið í ofni í 10-13 mínútur og dreifið rifnum parmesan osti og ferskri steinselju yfir.

Sósa
9

Blandið öllum hráefnunum vel saman með skeið.

Kjúklingalæri með sítrónu & kramdar kartöflur

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…