Einfaldur kjúklingabaunaréttur úr smiðju Hildar Ómars. "Mögulega sá einfaldasti. Ef veganúar er ekki rétti tíminn til að elda úr baunum þá veit ég ekki hvað." segir Hildur
Steikið lauk, hvítlauk á pönnu í smá olíu þar til hann mýkist og setjið svo Tikka Masala Paste, tómatpúrru og vatn út á pönnuna og hrærið léttilega þar til áferðin er orðin jöfn.
Skolið baunirnar og bætið þeim útá ásamt jógúrtinni. Leyfið þessu að malla í smá stund, smakkið til og saltið eftir smekk.
Útbúið raituna/jógúrtsósuna með því að blanda saman jógúrtinni, rifnum hvítlauksrifjum, safa úr sítrónu og smá salti.
Berið fram með hýðishrísgrjónum, kóríander og vegan raitu.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki