Á mínu heimili er mexíkóskur matur líklega sá allra vinsælasti af öllu sem boðið er upp á. Og hann er svo sannarlega oft á boðstólum í allskonar útgáfum. Það hjálpar vissulega til hversu ótrúlega fljótlegt það er að útbúa hann. Yfirleitt eru þetta allra handa tortillur og taco kökur fylltar með öllu mögulegu. Fer oft eftir því hvað er til í kælinum og hvaða sósur eru til. Ég á alltaf til kjúklingabaunir í dós en mér finnst ótrúlega þægilegt að grípa í þær þegar ég nenni ekki að hafa kjöt. Síðan eru þær líka hræ ódýrar. Ég geri líka yfirleitt mitt eigið taco krydd en það er ótrúlega einfalt og miklu ódýrara og hollara en það sem til er í bréfum. Og síðan, það allra mikilvægasta í heimagerða taco bransanum er að hafa eitthvað krönsí með, hvort sem það eru nachos flögur eða annað snakk. Alveg sjúklega gott og passar fullkomlega með þessu taco-i.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að blanda saman taco kryddinu, setjið til hliðar.
Útbúið avocado-límónukremið. Setjið öll innihaldsefnin í lítinn blandara og blandið vel.
Hellið vatni af kjúklingabaununum og hreinsið hýðið af ef vill en þess þarf þó ekki endilega.
Setjið olíu á pönnu og hitið. Hellið kjúklingabaununum út á pönnuna og setjið 3-4 tsk. af tacokryddinu saman við. Steikið í smástund og hellið vatni saman við.
Saxið grænmetið og steikið taco kökurnar á grillpönnu.
Samsetning: Setjið avocado-límónu krem fyrst á taco köku, því næst kjúklingabaunir, svo grænmeti og endið á snakkinu.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að blanda saman taco kryddinu, setjið til hliðar.
Útbúið avocado-límónukremið. Setjið öll innihaldsefnin í lítinn blandara og blandið vel.
Hellið vatni af kjúklingabaununum og hreinsið hýðið af ef vill en þess þarf þó ekki endilega.
Setjið olíu á pönnu og hitið. Hellið kjúklingabaununum út á pönnuna og setjið 3-4 tsk. af tacokryddinu saman við. Steikið í smástund og hellið vatni saman við.
Saxið grænmetið og steikið taco kökurnar á grillpönnu.
Samsetning: Setjið avocado-límónu krem fyrst á taco köku, því næst kjúklingabaunir, svo grænmeti og endið á snakkinu.