fbpx

Kjúklinga og spínatlasagna

Skemmtileg útgáfa af lasagna með kjúklingi og spínati.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum)
  Olía
 1 msk karrý
 2 laukar, saxaðir smátt
 3 dl rjómi
 2 dósir Hunts saxaðir tómatar
 3 msk tómatsósa
 1 tsk – 3 tsk chilíduft
 1 msk kóríanderkrydd
 1 tsk cumin (ath. ekki kúmen)
 salt, pipar
 12 stk lasagnaplötur
 450 g spínat
 200 g rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu ásamt olíu og karrý. Takið til hliðar.

2

Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn. Bætið síðan rjóma, tómötunum, tómatsósu, chilí (byrjið á 1 tsk og bætið síðan frekar við eftir hversu mikill styrkleikinn á að vera), kóríander og cumin. Látið sósuna malla í 10 mínútur og smakkið hana til með salti og pipar.

3

Smyrjið eldfast mót með olíu. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og leggjið lasagnaplötur yfir. Setjið því næst sósu, spínat, kjúklingastrimlar og ost. Endurstakið þetta þrisvar sinnum eða eins og fatið leyfir. Endið á að láta sósu og ost.

4

Bakið í 180°c heitum ofni í um 40 mínútur. Mér finnst gott að láta álpappír yfir svona ofnrétti og taka hann af í blálokin á eldurtímanum.


Uppskrift frá GulurRauðurGrænn&Salt.

DeilaTístaVista

Hráefni

 500 g kjúklingabringur, t.d. frá Rose Poultry (fæst sem frystivara í flestum matvöruverslunum)
  Olía
 1 msk karrý
 2 laukar, saxaðir smátt
 3 dl rjómi
 2 dósir Hunts saxaðir tómatar
 3 msk tómatsósa
 1 tsk – 3 tsk chilíduft
 1 msk kóríanderkrydd
 1 tsk cumin (ath. ekki kúmen)
 salt, pipar
 12 stk lasagnaplötur
 450 g spínat
 200 g rifinn ostur

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í strimla og steikið á pönnu ásamt olíu og karrý. Takið til hliðar.

2

Setjið olíu á pönnu og steikið laukinn. Bætið síðan rjóma, tómötunum, tómatsósu, chilí (byrjið á 1 tsk og bætið síðan frekar við eftir hversu mikill styrkleikinn á að vera), kóríander og cumin. Látið sósuna malla í 10 mínútur og smakkið hana til með salti og pipar.

3

Smyrjið eldfast mót með olíu. Setjið þunnt lag af sósu í botninn og leggjið lasagnaplötur yfir. Setjið því næst sósu, spínat, kjúklingastrimlar og ost. Endurstakið þetta þrisvar sinnum eða eins og fatið leyfir. Endið á að láta sósu og ost.

4

Bakið í 180°c heitum ofni í um 40 mínútur. Mér finnst gott að láta álpappír yfir svona ofnrétti og taka hann af í blálokin á eldurtímanum.

Kjúklinga og spínatlasagna

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…