fbpx

Kjúklinga- og hrísgrjónaréttur í ofni

Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur í einu fati sem er alltaf vinsælt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 330 g Tilda long grain hrísgrjón
 250 ml vatn
 250 ml rjómi
 250 ml mjólk
 1 stk dós Heinz kjúklingasúpa
 1 msk karrý
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar
 200 g cheddar ostur
 1 stk Poki af Rose Poultry kjúklingalundum
 salt, pipar og hvítlauksduft
 ólífuolía og smjör

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.

2

Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.

3

Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.

4

Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.

5

Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.


DeilaTístaVista

Hráefni

 330 g Tilda long grain hrísgrjón
 250 ml vatn
 250 ml rjómi
 250 ml mjólk
 1 stk dós Heinz kjúklingasúpa
 1 msk karrý
 1 tsk salt
 ½ tsk pipar
 200 g cheddar ostur
 1 stk Poki af Rose Poultry kjúklingalundum
 salt, pipar og hvítlauksduft
 ólífuolía og smjör

Leiðbeiningar

1

Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.

2

Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.

3

Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.

4

Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.

5

Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.

Kjúklinga- og hrísgrjónaréttur í ofni

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…