Einfaldur og fljótlegur kjúklingaréttur í einu fati sem er alltaf vinsælt.
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.
Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.
Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.
Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.
Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á því að hita ofninn í 180°C og smyrja eldfast mót að innan með smjöri.
Hrærið næst saman í skál eftirfarandi hráefnum: hrísgrjónum, vatni, mjólk, rjóma, karrý, kjúklingasúpu, 100 g af Cheddar ostinum, salti og pipar. Hellið í eldfasta mótið, setjið álpappír yfir og í ofninn í eina klukkustund.
Áður en klukkustund er liðin má snöggsteikja kjúklingalundirnar upp úr olíu, aðeins rétt til að loka þeim og krydda eftir smekk.
Þegar hrísgrjónin hafa verið í ofninum í klukkustund má taka eldfasta mótið út, raða kjúklingalundunum ofan á, strá restinni af ostinum yfir og setja aftur í ofninn í 20 mínútur án álpappírsins.
Gott er að bera réttinn fram með brauði og/eða fersku grænmeti.