fbpx

Kjúklinga og grænmetis grillspjót

Kjúklingaspjót í sinneps-og hvítlauks kryddlegi, grænmetisspjót og dásamleg köld sinnepssósa með sætu sinnepi frá Heinz.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingaspjót
 6-7 spjót
 6-7 úrbeinuð kjúklingalæri
 1-2 msk Heinz sinnep mild
 Safi úr ½ sítrónu
 3 msk ólífuolía
 2 hvíltauksrif, pressuð
 2-3 msk steinselja, smátt söxuð
 Salt og pipar
Grænmetisspjót
 6 spjót
 8-10 sveppir
 2 ferskir maísstönglar
 5 litlar piemento paprikur
 1 kúrbítur
 1 rauðlaukur
 3 msk ólífuolía
 Safi úr ½ sítrónu
 1 hvítlauksrif, pressað
 3 msk steinselja, smátt söxuð
 Cayenne pipar
 Salt og pipar
Sósa
 3 msk Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 Safi úr ¼ sítrónu
 2 msk steinselja, smátt söxuð
 1 ½ msk Heinz sinnep, sætt

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjúklinginn og blandið saman ólífuolíu, mildu Heinz sinnepi, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið kjúklingnum saman við og látið liggja í kryddleginum í klukkustund til nokkrar klukkustundir.

2

Þræðið kjúklingabitana upp á grillspjót. Ég set einn kjúklingabita á hvert spjót.

3

Grillið spjótin þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Passið að snúa þeim reglulega á grillinu.

4

Skerið maísstöngla, piemento paprikur, kúrbít og rauðlauk í bita (þarf ekki að skera sveppina ef þeir eru litlir) í svipað stóra bita.

5

Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, cayenne pipar, salti og pipar í skál. Bætið öllu grænmetinu saman við kryddlögin og látið standa í klukkustund.

6

Þræðið grænmetið upp á grillspjót og grillið á vægum hita. Passið að snúa reglulega á grillinu.

7

Blandið öllu hráefninu í sósuna saman og berið fram með kjúklingnum og grænmetinu. Einnig er mjög gott að bera þetta fram með kartöflum.


Uppskrift frá Hildi Rut.

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingaspjót
 6-7 spjót
 6-7 úrbeinuð kjúklingalæri
 1-2 msk Heinz sinnep mild
 Safi úr ½ sítrónu
 3 msk ólífuolía
 2 hvíltauksrif, pressuð
 2-3 msk steinselja, smátt söxuð
 Salt og pipar
Grænmetisspjót
 6 spjót
 8-10 sveppir
 2 ferskir maísstönglar
 5 litlar piemento paprikur
 1 kúrbítur
 1 rauðlaukur
 3 msk ólífuolía
 Safi úr ½ sítrónu
 1 hvítlauksrif, pressað
 3 msk steinselja, smátt söxuð
 Cayenne pipar
 Salt og pipar
Sósa
 3 msk Heinz majónes
 2 msk sýrður rjómi
 Safi úr ¼ sítrónu
 2 msk steinselja, smátt söxuð
 1 ½ msk Heinz sinnep, sætt

Leiðbeiningar

1

Snyrtið kjúklinginn og blandið saman ólífuolíu, mildu Heinz sinnepi, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, salti og pipar í skál. Bætið kjúklingnum saman við og látið liggja í kryddleginum í klukkustund til nokkrar klukkustundir.

2

Þræðið kjúklingabitana upp á grillspjót. Ég set einn kjúklingabita á hvert spjót.

3

Grillið spjótin þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Passið að snúa þeim reglulega á grillinu.

4

Skerið maísstöngla, piemento paprikur, kúrbít og rauðlauk í bita (þarf ekki að skera sveppina ef þeir eru litlir) í svipað stóra bita.

5

Blandið saman ólífuolíu, sítrónusafa, hvítlauksrifi, steinselju, cayenne pipar, salti og pipar í skál. Bætið öllu grænmetinu saman við kryddlögin og látið standa í klukkustund.

6

Þræðið grænmetið upp á grillspjót og grillið á vægum hita. Passið að snúa reglulega á grillinu.

7

Blandið öllu hráefninu í sósuna saman og berið fram með kjúklingnum og grænmetinu. Einnig er mjög gott að bera þetta fram með kartöflum.

Kjúklinga og grænmetis grillspjót

Aðrar spennandi uppskriftir