fbpx

Kjúklinga kebab í tortillaköku

Heimagert kebab sem allir elska, einfalt og gott.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kjúklingur
 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur
 2 dl CajP hvítlauksgrillolía
 1/2 dl AB mjólk
 2 tsk piri piri krydd
 1 stk límóna
 1 pakki Mission tortillakökur með grillrönd
 1 stk græn paprika
 1 stk gul paprika
 1 stk rauð paprika
 2 stk rauðlaukur
 Filippo Berio hvítlauksolía
Meðlæti
 1 stk límóna
 Heinz majónes

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Hrærið saman CajP, AB mjólk, piri piri krydd og límónu. Hellið yfir kjúklinginn og marinerið í a.m.k. 1 klst. í kæli.

2

Skerið stóran rauðlauk í tvennt og setjið sárið niður í eldfast mót, stingið grillpinna í miðjan laukinn og látið standa upp í loft, þræðið allan kjúklinginn á grillpinna.

3

Skerið paprikurnar niður, veltið þeim upp úr hvítlauksolíu, setjið í eldfast mót með kjúklingnum og eldið í 60 til 80 mínútur á 150°C í miðjum ofni á blæstri, passið að ofninn sé heitur þegar þið setjið kjúklinginn inn.

4

Sneiðið kjúklinginn niður þunnt eins og kebab og berið fram í tortillakökum með majónesi. Gott er að kreista límónu yfir.


Munið að kaupa grillpinna.

DeilaTístaVista

Hráefni

Kjúklingur
 1 poki Rose Poultry kjúklingabringur
 2 dl CajP hvítlauksgrillolía
 1/2 dl AB mjólk
 2 tsk piri piri krydd
 1 stk límóna
 1 pakki Mission tortillakökur með grillrönd
 1 stk græn paprika
 1 stk gul paprika
 1 stk rauð paprika
 2 stk rauðlaukur
 Filippo Berio hvítlauksolía
Meðlæti
 1 stk límóna
 Heinz majónes

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklingabringurnar í tvennt. Hrærið saman CajP, AB mjólk, piri piri krydd og límónu. Hellið yfir kjúklinginn og marinerið í a.m.k. 1 klst. í kæli.

2

Skerið stóran rauðlauk í tvennt og setjið sárið niður í eldfast mót, stingið grillpinna í miðjan laukinn og látið standa upp í loft, þræðið allan kjúklinginn á grillpinna.

3

Skerið paprikurnar niður, veltið þeim upp úr hvítlauksolíu, setjið í eldfast mót með kjúklingnum og eldið í 60 til 80 mínútur á 150°C í miðjum ofni á blæstri, passið að ofninn sé heitur þegar þið setjið kjúklinginn inn.

4

Sneiðið kjúklinginn niður þunnt eins og kebab og berið fram í tortillakökum með majónesi. Gott er að kreista límónu yfir.

Kjúklinga kebab í tortillaköku

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…