Print Options:








Kjúklinga Crepes með sinnepssósu

Magn1 skammtur

Hér er á ferðinni dásamlega léttur og góður sumarréttur. Hver elskar ekki Crepes eða pönnukökur?

Crepes/pönnukökur:
 3 dl hveiti
 1/2 tsk lyftiduft
 1 msk sykur
 1/4 tsk salt
 1 tsk þurrkað timian
 2 egg
 4-5 dl mjólk
 25 gr bráðið smjörlíki
 smá svartan pipar
Fylling:
 400 gr úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 olía til steikingar, salt, pipar og ykkar uppáhalds kjúklingakrydd
 1 poki Tilda Basmati grjón
 150 gr sveppir+ smjör til steikingar
 Rauð papríka
 Fetaostur
 Púrrulaukur
 Klettasalat
Sinnepssósan:
 1,5 dl light mayones frá Heinz
 2 msk Sweet mustard frá Heinz
 2 msk hunang
Crepes/pönnukökur:
1

Smjörlíki brætt og látið kólna

2

Þurrefni sigtuð saman í skál

3

Helming af mjólk bætt út í og hrært til kekkjalaust

4

Eggin eru látin í og síðan það sem eftir er af mjólkinni ásamt timian og pipar

5

Að lokum er smjörlíki hrært saman við

6

Hitið helst pönnukökupönnu við miðlungshita og bakið líkt og hefðbundnar pönnukökur

7

þessar mega alveg vera þykkari og því þarf ekkert að rembast við að hafa þær sem þynnstar

Fylling:
8

Skerið kjúklingin í gúllasbita og steikið með olíu á pönnu og saltið, piprið og kryddið

9

Sjóðið grjónin eftir leiðbeiningum

10

Steikjið sveppina á pönnu upp úr smjöri og saltið ögn

11

Skerið grænmetið í litla bita allt nema klettasalatið

12

Setjið nú allt í skálar og berið á borðið ásamt pönnukökunum og sinnepssósunni góðu

Sinnepssósan:
13

Hrærið upp mayonesið

14

Bætið svo hunangi og sinnepi út í og hrærið vel saman

15

Gott að kæla meðan hitt allt er gert reddý

Nutrition Facts

Serving Size 4