Einstaklega gómsætt og einfalt pasta með bragðmikilli parmesan ostasósu.
Skerið kjúklinginn í litla bita.
Hitið ólífuolíu í potti og steikið kjúklinginn.
Kryddið með salti og pipar.
Pressið hvítlaukinn, bætið út í og steikið í eina mínútu.
Bætið vatni, kjúklingakrafti, rjóma og pasta saman við og látið sjóða.
Lokið pottinum og sjóðið áfram í 15-20 mínútur.
Slökkvið undir pottinum og bætið rifnum parmesanosti saman við.
Bætið að lokum saxaðri steinselju saman við.
Berið fram með rifnum parmesan osti og heitu hvítlauksbrauði.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki