Print Options:








Kjúklinga Alfredo pasta

Magn4 skammtar

Einstaklega gómsætt og einfalt pasta með bragðmikilli parmesan ostasósu.

 salt og pipar
 2 msk Filippo Berio ólífuolía, gul
 2 stk Rose Poultry kjúklingabringur
 3 stk hvítlauksgeirar
 400 ml vatn
 2 tsk OSCAR kjúklingakraftur
 250 ml rjómi
 250 g De Cecco Penne Pasta
 150 g Parmareggio parmesan osturrifinn
 1 búnt steinselja, fersk
 Hvítlauksbrauð
1

Skerið kjúklinginn í litla bita.

2

Hitið ólífuolíu í potti og steikið kjúklinginn.

3

Kryddið með salti og pipar.

4

Pressið hvítlaukinn, bætið út í og steikið í eina mínútu.

5

Bætið vatni, kjúklingakrafti, rjóma og pasta saman við og látið sjóða.

6

Lokið pottinum og sjóðið áfram í 15-20 mínútur.

7

Slökkvið undir pottinum og bætið rifnum parmesanosti saman við.

8

Bætið að lokum saxaðri steinselju saman við.

9

Berið fram með rifnum parmesan osti og heitu hvítlauksbrauði.

Nutrition Facts

Fyrir hvað marga, hvað mörg stykki 4