Dásamlegar kjötbollur í kókoskarrýsósu.
Blandið saman eggjum, haframjöli og mjólk og leyfið því að standa í um 5 mínútur. Bætið þá nautahakki, engifer, karrýmauki, fiskisósu, sykri, kóríander, salti, hvítlauk og vorlauk úti og blandið þessu öllu mjög vel saman með höndunum. Mótið síðan kjötbollurnar.
Hitið olíuna á pönnu og steikið kjötbollurnar lítillega eða í um 1-2 mínútur á hvorri hlið og bætið við olíu eftir þörfum. Takið þær síðan af pönnunni og geymið.
Gerið sósuna með því að hella kókosmjólk og karrýmauki út á pönnuna og skrapa upp það kjöt sem festist á botninn á pönnunni og blanda saman við. Látið því næst kjötbollurnar aftur út á pönnuna og leyfið að malla í um 8 mínútur eða þar til kjötbollurnar eru fulleldaðar. Bætið þá lime safanum út í (byrjið á hálfri og bætið síðan við meiri eftir smekk). Saltið og piprið að eigin smekk og berið fram með hrísgrjónum.
0 fyrir hvað marga, hvað mörg stykki