Print Options:








Kjötbollu- og spaghettígratín

Magn1 skammtur

Ótrúlega djúsí kjötbollupasta í gratín.

Spaghetti
 250 g spaghettí
 1 lárviðarlauf
 2 msk smjör
Kjötbollur
 500 g nautahakk
 200 g grísahakk
 ½ bolli steinselja, söxuð
 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 1 egg
 ½ bolli brauðrasp
 ½ bolli rifinn Parmareggio parmesanostur
 salt og pipar
Tómatsósa
 2 tsk Filippo Berio extra virgin ólífuolía
 4 stk hvítlauksrif
 1 laukur
 2 dósir Hunt’s skornir tómatar
 1 dós Hunt’s tómato paste tómatmauk
 2 msk Oscar kjötkraftur
 1 bolli vatn
 salt og pipar
Gratín
 1 bolli rifinn ostur
1

Sjóðið spaghettí eftir leiðbeiningum á pakkanum ásamt lárviðarlaufinu og veltið svo spaghettíinu upp úr smjörinu.

2

Blandið saman hakki, steinselju, tveimur hvítlauksrifjum, eggi, brauðraspi, parmesanosti, salti og pipar og mótið bollur.

3

Hitið ólífuolíuna á djúpri pönnu og steikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið tómatmaukinu út í ásamt tómötunum, kjötkraftinum, vatninu, salti og pipar.

4

Setjið bollurnar út í sósuna og látið malla í um 6 mínútur.

5

Hellið spaghettíi i eldfast mót, hellið kjötbollum í sósunni ofan á og stráið að lokum rifna ostinum yfir.

6

Setjið í ofn við 190° þar til osturinn er gullinbrúnn.