Print Options:








Kirsuberjasoðsósa

Magn1 skammtur

Bragðmikil soðsósa með villibráðinni.

 2 msk Filippo Berio ólífuolía
 2 stk skalottlaukur
 2 stk hvítlauksrif
 1 stk stjörnuanís
 1 stk kanilstöng
 3 stk heilar kardimommur
 ½ tsk fennelfræ
 2 msk púðursykur
 1 dl Meyers kirsuberjaedik
 200 ml rauðvín
 ½ l Oscar Demi Glace nautasoð
 2 msk Oscar andakraftur
 salt eftir smekk
 50 g smjör
1

Hitið ólífuolíuna í potti

2

Skrælið og skerið niður laukana

3

Bætið lauk og hvítlauk út í pottinn, ásamt stjörnuanís, kanilstöng, fennelfræjum og kardimommum

4

Bætið púðursykri saman við og karamellið laukinn

5

Bætið ediki og rauðvíni út í og sjóðið niður um helming

6

Bætið nautasoði og andakrafti saman við og sjóðið aftur niður um helming

7

Sigtið sósuna, bætið köldu smjöri út í og smakkið til með salti og kirsuberjaediki