fbpx

Kínóasalat með spicy kasjúhnetukurli

Einfaldur og góður grænmetisréttur

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kínóa
 3/4 bolli kínóa
 1 2/3 bolli vatn
 1 msk grænmetiskraftur frá Oscar
 1 dós kjúklingabaunir
 1 msk sesamolía frá Blue dragon
 1 msk fínrifið engifer
 2-3 hvítlauksrif, pressuð
 1 tsk karrý
 1 tsk turmeric
 sjávarsalt og svartur pipar
Sett saman við
 1 rauð paprika, skorin í smá bita
 1 gulrót, skorin í þunna strimla
 1-2 dl grænar baunir, keyptar frosnar en afþýddar
 1 dl þurrkuð trönuber
 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 1/2 búnt steinselja, söxuð
 1/2 búnt kóríander, saxað
 1/2 chilí, saxað
 safi úr 1/2 límónu
Spicy kasjúhnetukurl
 200 g kasjúhnetur
 1 msk hlynsíróp
 1/2 tsk cayenne pipar
 sjávarsalt

Leiðbeiningar

Kínóa
1

Látið vatn og kínóa saman í pott og hitið að suðu. Setjið þá á lágan hita í 15 mínútur. Slökkvið undirhitanum og látið lok á pottinn. Eftir 5-15 mínútur er kínóa fulleldað. Látið í skál ásamt sesamolíu og kryddum.

2

Bætið þá hinum hráefnunum saman við og endið á að toppa með kasjúhnetum.

Spicy kasjúhnetukurl
3

Þurrristið kasjúhnetur á pönnu. Þegar þær eru farnar að ilma og byrjaðar að brúnast, slökkvið á hitanum og bætið þá hlynsírópi, cayanne og sjávarsalti saman við. Hrærið þessu saman í 30 sekúndur og kælið lítillega.


Uppskrift eftir Berglindi hjá grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

Kínóa
 3/4 bolli kínóa
 1 2/3 bolli vatn
 1 msk grænmetiskraftur frá Oscar
 1 dós kjúklingabaunir
 1 msk sesamolía frá Blue dragon
 1 msk fínrifið engifer
 2-3 hvítlauksrif, pressuð
 1 tsk karrý
 1 tsk turmeric
 sjávarsalt og svartur pipar
Sett saman við
 1 rauð paprika, skorin í smá bita
 1 gulrót, skorin í þunna strimla
 1-2 dl grænar baunir, keyptar frosnar en afþýddar
 1 dl þurrkuð trönuber
 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 1/2 búnt steinselja, söxuð
 1/2 búnt kóríander, saxað
 1/2 chilí, saxað
 safi úr 1/2 límónu
Spicy kasjúhnetukurl
 200 g kasjúhnetur
 1 msk hlynsíróp
 1/2 tsk cayenne pipar
 sjávarsalt

Leiðbeiningar

Kínóa
1

Látið vatn og kínóa saman í pott og hitið að suðu. Setjið þá á lágan hita í 15 mínútur. Slökkvið undirhitanum og látið lok á pottinn. Eftir 5-15 mínútur er kínóa fulleldað. Látið í skál ásamt sesamolíu og kryddum.

2

Bætið þá hinum hráefnunum saman við og endið á að toppa með kasjúhnetum.

Spicy kasjúhnetukurl
3

Þurrristið kasjúhnetur á pönnu. Þegar þær eru farnar að ilma og byrjaðar að brúnast, slökkvið á hitanum og bætið þá hlynsírópi, cayanne og sjávarsalti saman við. Hrærið þessu saman í 30 sekúndur og kælið lítillega.

Kínóasalat með spicy kasjúhnetukurli

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…