fbpx

Kínóasalat með grænkáli og ólífum

Alveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Salat
 2 bollar lífrænt kínóa frá Rapunzel
 4 bollar vatn
 100 g grænkál
 1 tsk olía
 1 stk pottur steinselja
 10 stk ferskar döðlur
 ½ stk rauðlaukur
 1 stk krukka grænar steinlausar ólífur t.d. lífrænar frá Rapunzel
Dressing
 1 dl olífuolía
 ¾ dl safi úr lífrænni sítrónu
 3 stk pressuð hvítlauksrif
 1 tsk himalayasalt
 ½ tsk gróft sinnep
  tsk cayanne pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að sjóða kínóað, 2 bollar quinoa og 4 bollar vatn, á miðlungshita í ca 10-13 mínútur, eða þar til kínóað hefur drukkið í sig allt vatnið.

2

Rífið grænkálið af stilkunum og skerið í þunnar ræmur. Komið grænkálinu fyrir í stóra skál og nuddið grænkálið létt með tsk af olíu þar til það verður örlítið mýkra. Steinhreinsið döðlurnar og klippið í litla bita og setjið útí skálina ásamt smáttskorinni steinselju, rauðlauk og grænum ólívum.

3

Útbúið dressinguna með því að hrærið öllu sem í hana fer saman í lítilli skál.

4

Að lokum er kínóanu og dressingunni bætt útí skálina með grænkálinu og blandað vel saman.


Uppskrift eftir Hildi Ómars.

DeilaTístaVista

Hráefni

Salat
 2 bollar lífrænt kínóa frá Rapunzel
 4 bollar vatn
 100 g grænkál
 1 tsk olía
 1 stk pottur steinselja
 10 stk ferskar döðlur
 ½ stk rauðlaukur
 1 stk krukka grænar steinlausar ólífur t.d. lífrænar frá Rapunzel
Dressing
 1 dl olífuolía
 ¾ dl safi úr lífrænni sítrónu
 3 stk pressuð hvítlauksrif
 1 tsk himalayasalt
 ½ tsk gróft sinnep
  tsk cayanne pipar

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að sjóða kínóað, 2 bollar quinoa og 4 bollar vatn, á miðlungshita í ca 10-13 mínútur, eða þar til kínóað hefur drukkið í sig allt vatnið.

2

Rífið grænkálið af stilkunum og skerið í þunnar ræmur. Komið grænkálinu fyrir í stóra skál og nuddið grænkálið létt með tsk af olíu þar til það verður örlítið mýkra. Steinhreinsið döðlurnar og klippið í litla bita og setjið útí skálina ásamt smáttskorinni steinselju, rauðlauk og grænum ólívum.

3

Útbúið dressinguna með því að hrærið öllu sem í hana fer saman í lítilli skál.

4

Að lokum er kínóanu og dressingunni bætt útí skálina með grænkálinu og blandað vel saman.

Kínóasalat með grænkáli og ólífum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Heimagert falafelFalafel er eitthvað sem flestir þekkja og hafa smakkað. Falafel eru bollur úr kjúklingabaunum sem eru einar af mínum uppáhaldsbaunum.…