Alveg geggjað kínóasalat með grænkáli og ólífum sem má bæði borða heitt og kalt og því tilvalið til að eiga í ísskápnum og grípa fram sem meðlæti eða einfaldlega bæta dós af nýrnabaunum útí og borða sem aðalrétt.

Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að sjóða kínóað, 2 bollar quinoa og 4 bollar vatn, á miðlungshita í ca 10-13 mínútur, eða þar til kínóað hefur drukkið í sig allt vatnið.
Rífið grænkálið af stilkunum og skerið í þunnar ræmur. Komið grænkálinu fyrir í stóra skál og nuddið grænkálið létt með tsk af olíu þar til það verður örlítið mýkra. Steinhreinsið döðlurnar og klippið í litla bita og setjið útí skálina ásamt smáttskorinni steinselju, rauðlauk og grænum ólívum.
Útbúið dressinguna með því að hrærið öllu sem í hana fer saman í lítilli skál.
Að lokum er kínóanu og dressingunni bætt útí skálina með grænkálinu og blandað vel saman.
Uppskrift eftir Hildi Ómars.
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að sjóða kínóað, 2 bollar quinoa og 4 bollar vatn, á miðlungshita í ca 10-13 mínútur, eða þar til kínóað hefur drukkið í sig allt vatnið.
Rífið grænkálið af stilkunum og skerið í þunnar ræmur. Komið grænkálinu fyrir í stóra skál og nuddið grænkálið létt með tsk af olíu þar til það verður örlítið mýkra. Steinhreinsið döðlurnar og klippið í litla bita og setjið útí skálina ásamt smáttskorinni steinselju, rauðlauk og grænum ólívum.
Útbúið dressinguna með því að hrærið öllu sem í hana fer saman í lítilli skál.
Að lokum er kínóanu og dressingunni bætt útí skálina með grænkálinu og blandað vel saman.