fbpx

Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum

Instagram hefur svo sannarleg áhrif á mig og ef ég opna “explore” inná instragram birtist ekkert nema ís og súkkulaði upp í flæðinu hjá mér. Ég á alltaf lífrænar kasjúhnetur, kókosmjólk og döðlur í skápnum og oft með hnetur í bleyti svo það hefur verið auðvelt að verða áhrifagjörn og rífa blandarann í gang…. oft alltof seint á kvöldin. Sorry nágrannar.. Hér erum við með súkkulaðihúðaðan kasjúís með vanillu og pistasíum…. sykurlausan að sjálfsögðu.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 1,50 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 1,50 dl pistasíuhnetur
 6 stk stórar ferskar medjoul döðlur (ca 1 dl) - hægt að skipta út fyrir hlynsíróp frá Rapunzel
 1 stk dós af kókosmjólk frá Rapunzel
 ¾ tsk vanilluduft t.d. frá Rapunzel
 dökkt súkkulaði, t.d. 85% Rapunzel súkkulaði
 saltkorn & auka pistasíuhnetur til að skreyta með

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að láta kasjúhneturnar liggja í bleyti í nokkra tíma (viðmið 6 klst). Hægt er að flýta ferlinu með að leggja þær í bleyti í heitt vatn og þá ættiru að komast upp með að stytta tímann niður í 10 mínútur.

2

Hellið vatninu af hnetunum og setjið hneturnar, döðlurnar (ath þarf að steinhreinsa), vanillu og kókosmjólk í blender og blandið þar til áferðin er orðin slétt.

3

Hellið blöndunni í pinnaform og komið fyrir inní frysti þar til orðnir stinnir.

4

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið ísana með súkkulaði, hægt að nota glas fyrir súkkulaðið og dífa þeim oní. Toppið svo ísana með smá salti og muldum pistasíumhentum. Súkkulaðið storknar um leið og þá er bara hægt að njóta! Þetta síðasta skref getur verið skemmtilegt fyrir krakkana að taka þátt í.

5

Ef þið klárið þá ekki strax þá geymast þeir að sjálfsögðu inní frysti í dágóðan tíma. Best er að láta þá þiðna í nokkrar mínútur eftir að þeir koma úr frystinum til að finna fyrir mjúkri áferð.

Verði ykkur að góðu.


Uppskrift eftir Hildi Ómars

MatreiðslaMatargerðMerking

DeilaTístaVista

Hráefni

 1,50 dl kasjúhnetur frá Rapunzel
 1,50 dl pistasíuhnetur
 6 stk stórar ferskar medjoul döðlur (ca 1 dl) - hægt að skipta út fyrir hlynsíróp frá Rapunzel
 1 stk dós af kókosmjólk frá Rapunzel
 ¾ tsk vanilluduft t.d. frá Rapunzel
 dökkt súkkulaði, t.d. 85% Rapunzel súkkulaði
 saltkorn & auka pistasíuhnetur til að skreyta með

Leiðbeiningar

1

Byrjið á að láta kasjúhneturnar liggja í bleyti í nokkra tíma (viðmið 6 klst). Hægt er að flýta ferlinu með að leggja þær í bleyti í heitt vatn og þá ættiru að komast upp með að stytta tímann niður í 10 mínútur.

2

Hellið vatninu af hnetunum og setjið hneturnar, döðlurnar (ath þarf að steinhreinsa), vanillu og kókosmjólk í blender og blandið þar til áferðin er orðin slétt.

3

Hellið blöndunni í pinnaform og komið fyrir inní frysti þar til orðnir stinnir.

4

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið ísana með súkkulaði, hægt að nota glas fyrir súkkulaðið og dífa þeim oní. Toppið svo ísana með smá salti og muldum pistasíumhentum. Súkkulaðið storknar um leið og þá er bara hægt að njóta! Þetta síðasta skref getur verið skemmtilegt fyrir krakkana að taka þátt í.

5

Ef þið klárið þá ekki strax þá geymast þeir að sjálfsögðu inní frysti í dágóðan tíma. Best er að láta þá þiðna í nokkrar mínútur eftir að þeir koma úr frystinum til að finna fyrir mjúkri áferð.

Verði ykkur að góðu.

Kasjúíspinnar með vanillu og pistasíuhnetum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Oreo bragðarefurHér erum við með einfaldan en rosalega góðan heimagerðan Oreo bragðaref sem auðvelt er að græja heima.
MYNDBAND
ÁvaxtasafapinnarÉg er farin að hlakka óendanlega mikið til sumarsins og ég lék mér með ljós sólarinnar við að mynda þessa…
MYNDBAND
SmjördeigshjörtuÞað getur verið svo ljúft að baka eitthvað sem er ofureinfalt en á sama tíma ljúffengt og fallegt. Þessi uppskrift…