Print Options:








Kasjúhnetu “ostakaka” með engifer kexbotni og núggatkremi

Magn1 skammtur

Dásamleg lífræn terta sem ekki þarf að baka.

 150 g Lífrænt engifer kex frá Mols
 50 ml kókosolía brædd, ég notaði frá Rapunzel
 1/4 tsk sjávarsalt
 300 g kasjúhnetur ósaltaðar, ég notaði frá Rapunzel - lagðar í bleyti yfir nótt
 125 ml kókosmjólk, ég notaði frá Rapunzel
 80 ml hlynsíróp frá Rapunzel
 3 msk nýkreistur sítrónusafi
 1 tsk vanilluduft frá Rapunzel
 1/2 tsk sjávarsalt
 Toppað með möndlu og núggatkrem frá Rapunzel eftir smekk
1

Byrjið á því kvöldið áður en þið ætlið að gera kökuna að setja kasjúhneturnar í skál og látið kalt vatn fljóta vel yfir. Setjið plastfilmu yfir skálina og látið bíða yfir nótt.

2

Setjið kexið í matvinnsluvél og vinnið smátt. Setjið það í skál ásamt kókosolíu og salti og blandið saman með skeið. Takið 20cm smelluform og klæðið botninn með smjörpappír. Þjappið kexinu ofan í botninn með skeið. Mér finnst gott að hafa þykkari botn en flestir eins og sést á myndum en það er algjört smekksatriði. Setijð formið í frysti á meðan fyllingin er gerð.

3

Takið kasjúhneturnar og setjið í sigti. Skolið vel með köldu vatni. Setjið hneturnar ásamt kókosmjólk, hlynsírópi, sítrónusafa, vanillu og sjávarsalti í matvinnsluvél og vinnið vel og lengi þar til blandan er orðin silkimjúk. Stoppið vélina aðeins á milli og skafið niður. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn og setjið aftur í frysti í 3 klst.

4

Takið möndlu og núggatkremið og smyrjið góðu lagi yfir frosna kökuna. Magn eftir smekk en persónulega fannst mér meira betra en minna!

5

Þessi geymist vel í frysti en einnig er hægt að geyma hana í kæli eftir að hafa verið fryst.