Kartöflurösti með beikoni og sveppum

Algjört gúmmelaði.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 1 kg bökunarkartöflur
 200 g beikon
 1 dl rjómi
 2 stk egg
 50 ml OSCAR Sveppakraftur, fljótandi, óblandaður
 1 tsk Tímían (Garðablóðberg)

Leiðbeiningar

1

Kartöflurnar eru skornar í mjög þunna strimla. Beikonið er skorið í litla teninga og steikt þar til það verður stökkt. Rjóma, eggjum og fljótandi sveppakrafti er hrært saman og kartöflum og beikoni er bætt út í. Síðan er þetta allt sett á bökunarplötu með bökunarpappír, flatt út og bakað í ofni í ca 30 mínútur við 200º eða þar til er kartöflumassinn er orðinn gullinn að lit.

2

Kartöflurösti má rúlla upp og hægt er að setja mismunandi fyllingar inn í. Einnig getur verið gaman að bera kartöflurösti fram skorið í sneiðar, steikt á pönnu eða hitað í ofni.

SharePostSave

Hráefni

 1 kg bökunarkartöflur
 200 g beikon
 1 dl rjómi
 2 stk egg
 50 ml OSCAR Sveppakraftur, fljótandi, óblandaður
 1 tsk Tímían (Garðablóðberg)
Kartöflurösti með beikoni og sveppum

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…