fbpx

Kartöfluréttur með krönsi

Hér kemur heitur kartöfluréttur með skinku og kartöfluflögutoppi sem fullkomnar hann og gefur gott kröns!

Magn4 skammtarRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

Kartöfluréttur uppskrift
 1 kg bökunarkartöflur (c.a)
 70 g smjör
 1 stk laukur
 2 stk hvítlauksrif
 1 stk dós af cream of chicken súpu (400g)
 100 g sýrður rjómi
 3 msk Heinz majónes
 300 ml rjómi
 400 g skinka
 130 g rifinn cheddar ostur
 salt og pipar
Kröns toppur
 50 g brætt smjör
 100 g Maarud Creamy Onion snakk
 30 g rifinn parmesan ostur

Leiðbeiningar

Kartöfluréttur
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga (c.a 1×1 cm), setjið í smurt eldfast mót.

3

Saxið laukinn og steikið við meðalhita upp úr smjörinu, bætið hvítlauknum við í lokin og hellið síðan súpunni, sýrðum rjóma, majónesi og rjóma saman við, blandið vel og kryddið eftir smekk.

4

Að lokum má skera skinkuna í litla bita og blanda saman við, hella síðan öllu saman yfir kartöflurnar ásamt cheddar ostinum og blanda öllu vel saman.

5

Bakið í ofninum í um 50 mínútur eða þar til kartöflurnar eru nánast tilbúnar.

6

Setjið þá kröns toppinn (sjá hér að neðan) yfir og aftur inn í ofn í um 10 mínútur

Kröns toppur
7

Blandið öllu saman í skál rétt áður en setja á yfir kartöfluréttinn og bakið í um 10 mínútur.


DeilaTístaVista

Hráefni

Kartöfluréttur uppskrift
 1 kg bökunarkartöflur (c.a)
 70 g smjör
 1 stk laukur
 2 stk hvítlauksrif
 1 stk dós af cream of chicken súpu (400g)
 100 g sýrður rjómi
 3 msk Heinz majónes
 300 ml rjómi
 400 g skinka
 130 g rifinn cheddar ostur
 salt og pipar
Kröns toppur
 50 g brætt smjör
 100 g Maarud Creamy Onion snakk
 30 g rifinn parmesan ostur

Leiðbeiningar

Kartöfluréttur
1

Hitið ofninn í 180°C.

2

Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga (c.a 1×1 cm), setjið í smurt eldfast mót.

3

Saxið laukinn og steikið við meðalhita upp úr smjörinu, bætið hvítlauknum við í lokin og hellið síðan súpunni, sýrðum rjóma, majónesi og rjóma saman við, blandið vel og kryddið eftir smekk.

4

Að lokum má skera skinkuna í litla bita og blanda saman við, hella síðan öllu saman yfir kartöflurnar ásamt cheddar ostinum og blanda öllu vel saman.

5

Bakið í ofninum í um 50 mínútur eða þar til kartöflurnar eru nánast tilbúnar.

6

Setjið þá kröns toppinn (sjá hér að neðan) yfir og aftur inn í ofn í um 10 mínútur

Kröns toppur
7

Blandið öllu saman í skál rétt áður en setja á yfir kartöfluréttinn og bakið í um 10 mínútur.

Kartöfluréttur með krönsi