Print Options:








Karrý kjúklingur með kókosnúðlum

Magn1 skammtur

Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum.

 700 g kjúklingalæri eða lundir frá t.d. Rose Poultry
 4 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 2 msk sítrónusafi
 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 6 tsk karrý
 2 tsk hunang
 1 laukur, skorinn í teninga
 1/2 – 1 brokkolíhaus, smátt skorinn
 2 gulrætur, skornar í strimla
 250 g eggjanúðlur frá Blue dragon
 2-3 dl kókosmjólk frá Blue dragon
1

Skerið kjúklinginn í litla munnbita.

2

Gerið marineringu með því að blanda olíu, sítrónusafa, hvítlauk, karrý og hunangi saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Setjið kjúklinginn í marineringuna og blandið vel saman. Látið helst marinerast í kæli í um 2 klst eða eins lengi og tími vinnst til.

3

Takið kjúklinginn úr marineringunni og steikið á pönnu. Bætið við olíu ef kjúklingurinn festist við pönnuna.

4

Takið kjúklinginn af og setjið laukinn út á og léttsteikið. Bætið því næst grænmetinu saman við og steikið í smá stund.

5

Bætið kókosmjólkinni út í ásamt ósoðnum eggjanúðlunum og látið malla í um 5 mínútur * Einnig er hægt að sjóða þær sér og bæta síðan úti. Gæti verið einfaldara. Hrærið reglulega í blöndunni þannig að núðlurnar taki í sig vökvann.