fbpx

Karrý kjúklingur með kókosnúðlum

Ómótstæðilegur karrý kjúlingaréttur með kókosnúðlum.

Magn1 skammturRating
sýna aðeins uppskrift

Uppskrift

Hráefni

 700 g kjúklingalæri eða lundir frá t.d. Rose Poultry
 4 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 2 msk sítrónusafi
 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 6 tsk karrý
 2 tsk hunang
 1 laukur, skorinn í teninga
 1/2 – 1 brokkolíhaus, smátt skorinn
 2 gulrætur, skornar í strimla
 250 g eggjanúðlur frá Blue dragon
 2-3 dl kókosmjólk frá Blue dragon

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í litla munnbita.

2

Gerið marineringu með því að blanda olíu, sítrónusafa, hvítlauk, karrý og hunangi saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Setjið kjúklinginn í marineringuna og blandið vel saman. Látið helst marinerast í kæli í um 2 klst eða eins lengi og tími vinnst til.

3

Takið kjúklinginn úr marineringunni og steikið á pönnu. Bætið við olíu ef kjúklingurinn festist við pönnuna.

4

Takið kjúklinginn af og setjið laukinn út á og léttsteikið. Bætið því næst grænmetinu saman við og steikið í smá stund.

5

Bætið kókosmjólkinni út í ásamt ósoðnum eggjanúðlunum og látið malla í um 5 mínútur * Einnig er hægt að sjóða þær sér og bæta síðan úti. Gæti verið einfaldara. Hrærið reglulega í blöndunni þannig að núðlurnar taki í sig vökvann.


Uppskrift frá grgs.is

DeilaTístaVista

Hráefni

 700 g kjúklingalæri eða lundir frá t.d. Rose Poultry
 4 msk ólífuolía frá Filippo Berio
 2 msk sítrónusafi
 2 hvítlauksrif, smátt söxuð
 6 tsk karrý
 2 tsk hunang
 1 laukur, skorinn í teninga
 1/2 – 1 brokkolíhaus, smátt skorinn
 2 gulrætur, skornar í strimla
 250 g eggjanúðlur frá Blue dragon
 2-3 dl kókosmjólk frá Blue dragon

Leiðbeiningar

1

Skerið kjúklinginn í litla munnbita.

2

Gerið marineringu með því að blanda olíu, sítrónusafa, hvítlauk, karrý og hunangi saman í skál og smakkið til með salti og pipar. Setjið kjúklinginn í marineringuna og blandið vel saman. Látið helst marinerast í kæli í um 2 klst eða eins lengi og tími vinnst til.

3

Takið kjúklinginn úr marineringunni og steikið á pönnu. Bætið við olíu ef kjúklingurinn festist við pönnuna.

4

Takið kjúklinginn af og setjið laukinn út á og léttsteikið. Bætið því næst grænmetinu saman við og steikið í smá stund.

5

Bætið kókosmjólkinni út í ásamt ósoðnum eggjanúðlunum og látið malla í um 5 mínútur * Einnig er hægt að sjóða þær sér og bæta síðan úti. Gæti verið einfaldara. Hrærið reglulega í blöndunni þannig að núðlurnar taki í sig vökvann.

Karrý kjúklingur með kókosnúðlum

Aðrar spennandi uppskriftir

MYNDBAND
Express Tikka Masala kjúlliFljótleg og frábær indversk kjúklingauppskrift að kvöldmat fyrir alla fjölskylduna. Það fer enginn svangur frá borðinu ef þú gerir þessa…
MYNDBAND
Einfaldir kjúklingaleggirKjúklingaleggir með kartöflubátum og Heinz Saucy Sauce er tilvalinn réttur fyrir annasama virka daga. Fljótlegt að útbúa, þar sem allt…