Karrí og Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu

Fljótlegt og bragðgott en samt einfalt.

Magn1 skammturRating0.0

Uppskrift

Hráefni

 Kókosolía frá Rapunzel
 700 g grísasnitsel skorið í langa bita
 1/2 rauðlaukur
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1/2 rauð paprika
 4 cm bútur blaðlaukur
 1 stór gulrót skorin í litla bita
 3 stórir sveppir í sneiðum
 1 dós kókosmjólk frá Rapunzel
 1 tsk karrý
 1 tsk túrmerik
 1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
 salt og pipar eftir smekk
 250 g Villihrísgrjónablanda frá Rapunzel
 625 ml vatn
 salt

Leiðbeiningar

1

Gott er að bera réttinn fram með smá vorlauk eða jafnvel ferskum kóríander.

2

Setjið hrísgrjón í pott ásamt vatni og salti. Leyfið suðunni að koma upp og lækkið þá hitann niður (ég sýð þau á svona 5 af 14 á mínu helluborði). Sjóðið í 45 mín eða þar til þau eru tilbúin.

3

Saxið grænmeti og setjið í skál

4

Skerið grísakjötið í strimla og setjið til hliðar

5

Hitið kókosolíu á pönnu og steikið kjötið þar til það er orðið gyllt, takið þá af pönnunni á meðan þið steikið grænmetið

6

Kryddið grænmetið með karrí, túrmerik, salti, pipar og grænmetiskrafti og bætið kjöti saman við

7

Hellið kókosmjólkinni út á pönnuna og látið malla í ca. 15 - 20 mín.


Uppskrift frá GRGS.

MatreiðslaInniheldur,
SharePostSave

Hráefni

 Kókosolía frá Rapunzel
 700 g grísasnitsel skorið í langa bita
 1/2 rauðlaukur
 1/2 geiralaus hvítlaukur
 1/2 rauð paprika
 4 cm bútur blaðlaukur
 1 stór gulrót skorin í litla bita
 3 stórir sveppir í sneiðum
 1 dós kókosmjólk frá Rapunzel
 1 tsk karrý
 1 tsk túrmerik
 1 tsk grænmetiskraftur frá Rapunzel
 salt og pipar eftir smekk
 250 g Villihrísgrjónablanda frá Rapunzel
 625 ml vatn
 salt
Karrí og Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu

Aðrar spennandi uppskriftir

blank
MYNDBAND
Nauta ragú pastaÞegar veðrið er grátt þá er ekkert betra en góður pasta réttur. Hér erum við með dýrindis nauta ragú pastarétt.…
blank
MYNDBAND
BBQ pylsuspjótÞessi uppskrift að BBQ pylsuspjótum er einföld, litrík og einstaklega bragðgóð – fullkomin fyrir sumarið! Hver og einn getur auðvitað…