Karamellutoppar

  

nóvember 25, 2020

Marengstoppar eru sívinsælir fyrir jólabaksturinn, enda einfalt og fljótlegt að gera slíka. Þessir hér eru með karamellu snúið um sig alla og voru sannarlega sætir og góðir!

  • Fyrir: 20-25 stk

Hráefni

Marengs

5 eggjahvítur

250 g sykur

1 tsk. hvítvínsedik

Karamellusósa

150 g Dumle karamellur

130 ml rjómi

Leiðbeiningar

Karamellusósa

1Bræðið saman Dumle karamellur og rjóma þar til slétt og falleg sósa hefur myndast, setjið í skál og kælið áður en þið byrjið á marengstoppunum.

2Hitið ofninn í 120°C.

Marengstoppar

1Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að freyða.

2Bætið sykrinum þá saman við, einni matskeið í senn og þeytið aðeins á milli.

3Að lokum fer hvítvínsedikið saman við marengsinn og þeytt í nokkrar mínútur áfram.

4Setjið marengs á bökunarplötu með tveimur skeiðum, um 2 matskeiðar fyrir hvern topp og myndið smá holu ofan í hann.

5Fyllið holuna með karamellusósu og takið tannstöngul/grillspjót og dragið karamelluna um marengsinn, án þess þó að klessa hann niður.

6Bakið í 90 mínútur, slökkvið á ofninum án þess að opna hann og leyfið toppunum að kólna niður með ofninum.

Uppskrift frá Berglindi hjá gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Milka Brownies

Einföld og bragðgóð Milka súkkulaði brownie kaka.

Karamellumarengs

Það er fátt betra en púðursykurmarengs að mínu mati! Hvað þá þegar búið er að toppa slíka tertu með ljúffengri karamellu í allar áttir, namm þessi er sko B O B A eins og Bubbi myndi segja það!

Gómsæt Dumle mús

Hér kemur ofur einfaldur og mjög ljúffengur eftirréttur. Músin hefur aðeins fjögur innihaldsefni og tekur litla stund að útbúa.