Karamelludraumur

  

mars 11, 2021

Dásamlegar pavlovur með Dumle rjóma

  • Fyrir: 16-18stk

Hráefni

Marengs

4 eggjahvítur

270 g púðursykur

Fylling

600 ml rjómi

150 g Dumle súkkulaðistykki ( 1 ½ 100 g plata)

Skraut

50 g dökkt súkkulaði

50 ml rjómi

100 g saxað Dumle súkkulaðistykki

Fersk blóm (má sleppa)

Leiðbeiningar

Marengs

1Hitið ofninn í 110°C.

2Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara aðeins að freyða.

3Bætið þá sykrinum saman við í nokkrum skömmtum og skafið niður á milli.

4Þegar marengsinn er stífþeyttur má færa hann yfir í sprautupoka/zip-lock poka og sprauta litlar bústnar marengskökur á bökunarplötu íklædda bökunarpappír.

5Takið því næst skeið og mokið aðeins upp úr miðjunni á hverri köku með bakhliðinni á skeiðinni til að búa til pláss fyrir rjómann.

6Bakið í 70 mínútur og leyfið að kólna inn í ofninum í að minnsta kosti klukkustund áður en þið takið út.

Fylling

1Þeytið rjómann og saxið súkkulaðið niður.

2Vefjið súkkulaðinu varlega saman við þeyttan rjómann með sleif og setjið síðan rjómablöndu á hverja marengsköku.

Skraut

1Saxið súkkulaðið smátt og hitið rjómann að suðu.

2Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og pískið saman þar til slétt súkkulaðisósa myndast.

3Dreifið súkkulaðisósu yfir rjómann og að lokum söxuðu Dumle súkkulaði og blómum sé þess óskað.

Uppskrift frá Berglindi hjá gotteri.is

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

Kirsuberja bollakökur

Einfaldar og léttar kirsuberja bollakökur með Pascual jógúrti

Hindberjakókoskaka

Hindberjadraumur með kókostopp.

Bláberja bollakökur

Gómsætar bláberja bollakökur með smjörkremi.