Það styttist í jólin og það þýðir að smákökubaksturin er hafinn! Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar – bragðgóðar, stökkar, með dökku súkkulaði og ljúffengri Werther's söltuðum karamellu. Fullkomnar fyrir þennan árstíma!
Uppskrift
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
Hrærið saman smjörið, púðursykurinn og sykurinn í hrærivél eða með handþeytara þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bætið egginu og vanilludropunum út í, og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í annarri skál. Sigtið þurrefnin saman við smjörblönduna og hrærið varlega
Blandið súkkulaðibitum og Werther's karamellubitum saman við. Passið að dreifa bitunum jafnt í deigið.
Notið skeið til að móta litlar kúlur úr deiginu (u.þ.b. 1 matskeið í hverri köku) og raðið þeim á bökunarplötuna þakta bökunarpappír með góðu millibili.
Bakið í 10-12 mínútur, eða þar til smákökurnar eru gylltar á köntunum. Þær mega líta aðeins mjúkar út í miðjunni.
Leyfið kökunum að kólna á plötunni í 5 mínútur áður en þær eru fluttar á grind til að kólna alveg. Njótið vel.
Uppskrift eftir Hildi Rut
Hráefni
Leiðbeiningar
Forhitið ofninn í 180°C (blástur).
Hrærið saman smjörið, púðursykurinn og sykurinn í hrærivél eða með handþeytara þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bætið egginu og vanilludropunum út í, og hrærið þar til allt hefur blandast vel.
Blandið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti í annarri skál. Sigtið þurrefnin saman við smjörblönduna og hrærið varlega
Blandið súkkulaðibitum og Werther's karamellubitum saman við. Passið að dreifa bitunum jafnt í deigið.
Notið skeið til að móta litlar kúlur úr deiginu (u.þ.b. 1 matskeið í hverri köku) og raðið þeim á bökunarplötuna þakta bökunarpappír með góðu millibili.
Bakið í 10-12 mínútur, eða þar til smákökurnar eru gylltar á köntunum. Þær mega líta aðeins mjúkar út í miðjunni.
Leyfið kökunum að kólna á plötunni í 5 mínútur áður en þær eru fluttar á grind til að kólna alveg. Njótið vel.