Karamellu marengskökur

  ,   

febrúar 10, 2021

Litlar karamellu marengskökur sem bræða hjartað.

  • Fyrir: 8

Hráefni

Karamellusósa

1½ poki Dumle karamellur

1 dl rjómi

Litlar marengskökur

3 eggjahvítur

½ tsk sítrónusafi

180 g sykur

2 msk karamellusósa

Fylling

150 ml rjómi

150 g Philadelphia rjómaostur

3 msk sykur

klípa sjávarsalt

1 tsk vanilludropar

Leiðbeiningar

Karamellusósa

1Bræðið saman í potti við lágan hita. Látið ekki sjóða.

2Kælið.

Litlar marengskökur

1Þeytið eggjahvítur með sítrónusafa og bætið sykri smátt og smátt saman við.

2Þeytið áfram þar til blandan er orðin þykk.

3Leggið bökunarpappír á plötu og mótið 8 kökur, gjarnan með smá dæld í miðjunni.

4Bakið við 130°C í 30 mínútur.

Fylling

1Þeytið rjómann þar til hann byrjar að freyða. Bætið sjávarsalti og vanilludropum saman við og hrærið áfram eða þar til rjóminn er farinn að mynda toppa.

2Takið rjómann úr hrærivélaskálinni og geymið.

3Hrærið rjómaostinn í sömu skál (þarf ekki að þrífa á milli) þar til hann er orðinn léttur í sér. Hrærið sykri saman við.

4Bætið rjómanum saman við og blandið varlega saman við með sleif.

5Setjið rjómaostablönduna á marengskökurnar og hellið karamellusósu yfir. Stráið sjávarsalti yfir að lokun.

Uppskrift frá GRGS.

00:00

Aðrar spennandi uppskriftir

OREO bollakökur

Æðislegar bollakökur með OREO smjörkremi.

OREO rjómaostakúlur

Ómótstæðilegar rjómaosta OREO kúlur með mjúku Milka súkkulaði. Aðeins 3 hráefni!

Vegan og sykurlaust „súkkulaði“ bananabrauð!

Dásamlegt Vegan og sykurlaust "súkkulaði" bananabrauð.